Íslenzk tunga - 01.01.1959, Síða 148
146
RITFREGNIH
málum (th] kemur aðeins fyrir í framstöðu, en [13] stendur aldrei í þeirri
stöðu), og samkvæmt þeim reglum, sem beitt hefur verið, má því telja þessa
tvo fóna til sania fónems. Þeir hafa hins vegar gerólíka aðgreinandi þætti ([h]:
„ingen oral artikulasjon,“ I Ij l: „dorsal artikulasjon, nasal ápning,“ samkvæmt
greiningu Borgstrpms á fónemum í norsku, bls. 24—25), og geta því ekki talizt
til sama fónems á grundvelli þeirrar skilgreiningar, er hann gefur.
Þessu næst ræðir höf. um afbrigði fónema („allofoner", „fonetisk forskjellige
fonetyper som hörer til samme fonem,“ hls. 26), sem geta verið stöðubundin
(„kombinatorisk") eða frjáls („fakultativ"); um atkvæði og atkvæðaskiptingu;
um dreifingu (,,distribusjon“); um „prosodiske (suprasegmentale) faktorer"
(áherzlu, lengd) 0. fl.
I 3. kap., „Morfemikk", ræðir höf. fyrst, hvernig textinn er greindur í
morfemískar (myndfræðilegar) eindir (,,morf“) eftir sömu grundvallarreglu
og í fónemík, þ. e. súbstitúsjón. Þó er sá meginmunur, að meðan ekki er nauð-
synlegt, að sami merkingarmunur komi fram við súbstitúsjón tveggja fónema í
mörgum stöðum (t. d. /b/ : /m/ í bál : mál, boli : moli o. s. írv.), heldur
aðeins að einhver merkingarmunur sé, þá er það höfuðskilyrði við súbstitúsjón
ntoría, að sami merkingarmunur komi fram í fjöldamörgum stöðum (t. d.
hell-ir : hell-ti, rík-ir :.rík-ti, nenn-ir : nenn-ti, þ. e. -ir : -ti — ,nútíð‘ : ,þátíð‘).
Þetta kallar höf. „symmetrisk substitusjon (av ultrykk og innhold),“ bls. 46.
Síðan gefur höf. skilgreiningu á hugtakinu ,morfem‘ (bls. 53):
Et morfem er en type av alle de morfer som, hva uttrykket angár,
enten er fonemisk like eller stár i variantforhold til hverandre ..., og
som, hva innholdet angár, har samme eller beslektede betydninger.
Af hverju morfemi geta þannig verið til afbrigði („allomorfer"), stöðubundin
eða frjáls, eins og í fónemík.
Morfem skiptast í tvo höfuðflokka; þau eru merkingarleg („semantisk") eða
málfræðileg („grammatisk"). Flest hinna fyrrnefndu, merkingarlegu morfem-
anna, koma ekki fyrir í nágrenni nema sumra af málfræðilegu morfemunum.
Því er hægt að flokka morfemin nánar eftir umhverfi þeirra og stöðu, þ. e.
dreifingu þeirra. Þannig eru settir upp morfem-flokkar, eða orðflokkar, sem eru
þannig byggðir á dreifingu morfemanna, en ekki á merkingu þeirra, eins og
jafnan er talið í kennslubókum. Á dreifingu morfemanna byggist líka skilgrein-
ing hugtakanna ,orðmynd‘ og ,orð‘, en orðmyndir mynda síðan orðasambönd
(„syntagmer"), sem setningafræðin („syntaks") fjallar um, en um hana er rætt
í síðasta þælti þessa kafla. Sá munur, sem venjulega er gerður á beygingafræði
(„morfologi") og setningafræði, hvílir því á greinarmuninum milli hugtakanna
,morfem‘ og ,orð‘, og á því aðeins rétt á sér í þeim málum, þar sem sá greinar-
munur er fyrir hendi, eins og t. d. í indóevrópeískum málum.
4. kap., „Semantikk", er miklu styttri en næstu tveir kaflar á undan, enda er
merkingafræði mun skemmra á veg komin en hinar greinar málvísinda. Hins