Íslenzk tunga - 01.01.1959, Side 158
156
RITFREGNIR
merkinguna ,að anda eða blása', sbr. hunn dusaði ofan í koddann, kýrin dusaði
yfir öxlina á drengnum.
So. dasast, no. dási og lo. dœstur hafa oftast verið talin eiga skylt við lat.
fatigö, þótt naumast geti sú skýring kallazt sennileg. Til er í nýmálinu no. das
,fervor agendi' (,ákefð‘; G. A.) og óðadas .óðagot, flýtir1 (0. H.), og ólíklegt
að þessi orð eigi ekki skylt við so. dasast, enda þótt merkingin sé frábrugðin og
andstæð. Þessar ólíku merkingar hljóta að liafa kvíslazt frá sömu rót og benda
ti! þess, að þessi orðstofn hafi áður merkt ,að blása eða anda‘, enda varðveitist
sú merking enn í so. dœsa (við) og no. dœsur (fpl.) ,þungur andardráttur, létt
andvörp*. Eg skal svo að lokum nefna nísl. orðið úði ,smágert regn‘, en úði
kemur reyndar líka fyrir í fornum nafnaþulum sem heiti á eldi. Vafalaust er
þetta hvorttveggja sama orðið, en upphafleg merking þess hvorki ,regn‘ né
,eldur‘, heldur ,ýringur‘ eða ,frassi‘ einhverskonar, enda á úði án alls efa skylt
við so. ýja eða úa ,grúa, mora‘; þessvegna var hægt að nota orðið bæði um regn-
frassa og gneistandi eld.
Ég drap á það í ritdóminum um 1. hefti þessarar bókar,4 að höfundur hneigð-
ist mjög að merkingarsviðskenningum Jost Triers, og reyndar fá kenningar
lians og orðskýringar enn meira rúm í þeim heftum, sem hér um ræðir. Segja
má, að þær skýringar hnappist um tvö meginhugtök, „mannhring" („Mann-
ring“) og „lágskógarbúskap“ („Niederwaldwirtschaft“), og þau orð ófá, sem
talin eru þaðan runnin, og upphafleg merking þeirra að sama skapi óljós
og almenn. Má nefna þar til dæmi eins og drengr, drótt, duga, dyr (f.), dýrr
(lo.), fold, folk, grund, harfr, her, hlunnr, hrammr, hreppr, hújr o. fl.
Þessir dáleikar höfundar á kenningum Jost Triers hindra hinsvegar ekki, að
hann nefni aðrar skýringar á viðkomandi orðum, og því kannske ekki ástæða
að sakast um þetta. En óneitanlega orkar það dálítið undarlega á mann, þegar
orð eins og fold og grund eru talin til „mannhrings- og tún-orða“ og grund á
þeim forsendum slitin úr öllum ættartengslum við grunn, en sett í samband við
grind, og upphafleg merking orðsins jold ekki talin ,flöt eða slétta1 e. þ. u. 1„
heldur ,girt svæði* (skylt feldr og jolk), og það eins þótt merking orðsins í
norskum staðarnöfnum og íslenzku nýmáli bendi í aðra átt.
Þá ætlar höfundur geðhrifum og tilfinningum ríkan þátt í hljóðþrónn máls-
ins. Hann víknr að því, að margskonar samhljóðavíxlan í upphafi orða sem og
i rótarauka eða viðskeytum kunni að vera af þessum toga, t. d. í orðum eins og
drima : þrima, dvergr : þver, gnella : fe. cnyllan, grúfa : krjúpa o. s. frv., eða
t. d. gnerr : gnella, fitla : jipla : fíkjast o. fl. Satna máli gegni um víxlan ýmis-
konar sérhljóða í stofni orða, ekki sízt að því er varðar hljóðskiptaflokka, t. d.
grenja : grína, gnúpr : gnapa : gnípa : gnœpr, gnjóstr : gnaustan : gnesta,
grápa : grípa : greypa o. s. frv. Skýringar af þessu tagi eru auðveldar, en varla
4 Skírnir, CXXXI (1957), 239.