Íslenzk tunga - 01.01.1959, Page 167
RITFREGNIR
165
Á misskilningi er það reist hjá höfnndi, að til sé í nísl. no. hveðna (f.)
,steinn‘; hveðna er a'ðeins til sem staðbnndin framburðarmynd fyrir hverna
(líkt og kiðna fyrir kirna) og merkir ,lítill pottur*. Svipuðu máli gegnir um no.
löð (f.); það er ekki til í merkingunni ,blýsakka‘ hvorki í fornu máli né nýju,
og er hér sennilega ruglað saman við tökuorðið lóð (n.). Ekki kannast ég heldur
við no. jrœna ,dirfska‘, en jrœna ,bit‘ kemur fyrir í físl. lo. frœnuskammr og
nísl. ajlsprœna. Atv. kleykiliga (í Theophil., útg. Dasents) er ekki nísl., en í
sambandi við það orð mætti minna á fær. so. kloykja ,festa lauslega saman,
sitja tæpt og óþægilega* og nísl. kleike (so.) ,colloco in lubrico, exstruo lubrice
labile* (G.A.).
Þá skal ég geta þess hér, að mér er efi á ýmsum arfteknum og viðurkenndum
orðskýringum, t. d. á orðum eins og ákafi (sk. fe. cdj), dyngja (f.) (sk. lith.
dengiu), fífa (sk. ísl. fimbul-), flœma (so.) (sk. gotn. þlahsjan), iðrast (sk. lat.
iterum) og il (f.) (sk. lat. Uia) o. s. frv. Skal ég ekki fjölyrða um það að sinni,
en nefna sem dæmi, að mér hefur jafnan þótt tilgáta Persons um ættartengsl
milli ísl. il og þ. eilen og lat. eo ,ég geng' miklu sennilegri en skyldleikinn við
lat. ilia, sbr. að il heitir líka gangandi í nísl. Mér sýnist líklegt, að il hafi í
öndverðu merkt ,fótur eða neðsti hluti fótar1, og liggur þá nærri að ætla, að
nno. il ,sóli í plógi* og ile (m.) ,moldarveggur (grunnveggur) kringum
kofa eða kjallara' sé af sama toga, slíkt hið sama ísl. íli (ilji), fær. íli, nno. ile
,stjórasteinn á bát eða neti‘, sbr. að orðið fótur er oft haft um neðsta hluta ein-
hvers, t. d. túnfótur, og að talað er um hanafætur á snurpunót.
Höfundur dregur stundum í efa tilvist eða form einstakra físl. orða, sem
tilfærð eru í orðabókum, og víst er rétt að vera á verði í þeim efnum. Ætlar
hann t. d., að drukr (hrafnsheiti í þulum SnE., AM 748, 4to) sé misritun fyrir
hrókr eða hraukr og bendir m. a. á vantandi stuðlasetningu þessu til stuðnings.
Vel getur þetta verið rétt, en hins er þó að geta, að drukr kemur líka fyrir í
AM 757, 4to, og brýtur þar ekki hragreglur. Þá hallast höf. að því, að so. fpkta
,flýja‘ (i Fms., VI, 62) sé afbökun eða misritun fyrir flgkta, og er ekki með öllu
fyrir það synjandi, þótt tvítekning orðsins mæli heldur gegn því („sá berst þá,
sem berjast vill, en hinn föktir, sem fökta vill“). Ég hef annars vikið að þessari
sögn og hugsanlegu ætterni hennar áður8 og skal ekki endurtaka það hér.
Flyka ,vofa‘ (í Grettissögu) er grunsamlegt orð að formi til, en hinsvegar er
engin bót að leshættinum flykka, sem höfundur stingur upp á, því að ef orðið
hefur stutt stofnsérhljóð (<u), mætti búast við, að það héti *flykja eða
*flykkja. Orðmyndin jlyka væri þá í mótsiign við almenn hljóðlögmál og naum-
ast hægt að bjargast við þá skýringu, að hún væri runnin frá ummyndun gamals
/ö-stofns. Mér þykir annars sennilegast, að flyka sé sama orð og flika ,fata-
leppur, lufsa*. En hversvegna er orðið þá ritað með y í hdr. Grettissögu, sem
8 Sama stað, 15—16.