Íslenzk tunga - 01.01.1959, Page 168
166
RITFREGNIR
líklega er frá öndverðri 15. öld? Er lmgsanlegt, að y og i hafi |>á verið tekin að
ruglast í framburði einliversstaðar á landinu? Eða er hitt kannske líklegra, að
t'-ið í þessu orði hafi kringzt á eftir /-inu og á undan u-inu í aukaföllum eint.
og í flt.-endingunum (svipað t. d. og i í miklam, biskup o. s. frv.)? Ur þessu
verður ekki skorið, en merking orðsins jlika kemur vel heim við heildarmerk-
ingu orðasambandsins í textanum sem og orðið jreykja, sem stendur á tilsvar-
andi stað í öðruni hdr. En jreylcja hefur efalítið merkt eittbvað svipað og flika,
sbr. nísl. frikja (< *frykja), sem táknar m. a. lélega og glypjulega flík og er
vísast í ætt við freykja. Sé y-ið í jlyka ekki þannig tilkomið, sem hér hefur
verið getið til, verður naumast hjá því komizt að lesa jlýka (< *flúkiön), og
mætti þá hugsa sér, að orðið ætti skyit við nísl. jlúkalega og sæ. máll. fluka
,hoppa ‘.
Höfundur veltir því fyrir sér, hvort lastheiti eitt í SnE. skuli heldur lesið
drokkr eða drókr og nefnir m. a. þá tilgátu, að það kunni að vera tökuorð úr
rússn. durak ,heimskingi‘. Ekki þykir mér sú ágizkun sennileg, en Ifklegt að
orðið heiti fremur drókr en drokkr, sbr. að drókr kemur fyrir sem jötunheiti í
mannkenningunni dróks dóms vindill í Friðþjófsrímum. Dr. Björn K. Þórólfs-
son hefur getið þess til,® að drókr eigi skylt við drák(ir) (f.), sem haft er um
skessur í Hjálmþérsrímum, og þykir mér það sennilegt. Má benda á það því til
stuðnings, að nno. draak (f.) ,rák‘ er einnig haft um lata og langa konu. Þá
ætla ég, að nno. drok (f.) (flt. dreker) ,stúlka, nótarkefli á bát‘ sé af þessari
sömu ætt. Upphafleg merking orðstofnsins virðist vera ,e-ð langt, stöng* e. þ. h.,
sbr. líka físl. drák(a), nno. draak ,rák‘, sæ. máll. drakig ,hvítmönóttur‘. Merk-
ingartilbrigði og sérhljóðavíxlan í þessari orðsift eru með líkum hætti og í ísl.
orðunum strákur : strókr : þ. strack, streclcen. Nno. drik (m.) ,mjótt stafkerald,
langtir og stirðlegur maðiir* er líklega í ætt við drák og drókr, en heyrir til
öðrum hljóðskiptaflokki.
Ég skal nefna hér fáein fleiri dæmi af þessu tagi, og varða sum þeirra upp-
runaskýringar viðkomandi orða. Bæði Fritzner og Heggstad rita orðið bút(u)r
og so. búta með stuttu sérliljóði (u). Þetta er þó í fullri mótsiign við íslenzkan
frambtirð síðari alda a. m. k., og bútr kemur auk þess fyrir með rímbundnu
löngu u í fornum rímum (Klerkarímum). Þar að auki er bútr gamall n-stofn og
hefði átt að sæta o-hljóðvarpi, liafi stofnsérhljóðið verið stutt í öndverðu, en
hinsvegar engar minjar um o í stofni orðsins. Þá er og erfitt að sjá af samhengi
textans í Islenzkum Ævintýrum, livernig orðið draka, flt. drpkur, geti merkt
,hugrenning‘, en eðlilegra miklu að þýða það með ,blundur‘.
I orðabókum Fritzners og Ifeggstads er lo. hastorðr talið merkja ,hraðmælt-
ur‘, en bæði textinn í Hænsaþórissögu og íslenzkt nýmál sýna að þetta er rangt.
Hastorð'r er sama og ,hastur í orði‘, og þar með er allur skyldleiki við d. og þ.
n Rírnur jyrir 1600 (Safn Fræðafélagsins, IX; Kaiipmannahöfn 1934), 186.