Íslenzk tunga - 01.01.1959, Side 169

Íslenzk tunga - 01.01.1959, Side 169
RITFREGNIR 167 hast úr sögunni, því að hnstr stendur fyrir eldra *harstr og á skylt við físl. herstr, mhþ. ver-harsten o. s. frv. Þá telja orðabækur, að físl. hnúSr merki ,stöng eða staur*. Orðið kemur víst ekki nema einu sinni fyrir á fornum bókum, í íslenzkri þýðingu á latneskum texta, og notað þar fyrir latneska orðið sudés, að því er síðari afrit latneska tcxtans benda til; og mun hin tilfærða merking orðsins reist á því. Gegn þessu stendur hinsvegar nterking orðsins hnúSur í íslenzku nýmáli ,hnúfa, húnn, hryggjarliður í hval‘, fsæ. nudher ,hnullungur ...‘, ísl. hný8ing(u)r og fær. nyding ,höfrungstegund‘, nísl. hnúSi ,hnúfuhakur‘o. s.frv. Mér finnst þessi vitnis- burður nýmálsins og grannmálanna nokkuð Jtungur á metunum og því rétt að minnast þess, að þýðendur gátu hrasað um erlend orð jafnt að fornu sem nú. Af þessum sökum þykir mér fremur ólíklegt, að hnúSr eigi skylt við so. hnjóSa, en sennilegra að það sé af sama toga og ísl. no. hnoSa (n.) og hnoSri og nno. og sæ. máll. nystaf n) o. s. frv. Orðið hraumi (lastheiti á manni) kemur aðeins fyrir á einum stað í SnE., svo mér sé kunnugt. Fritzner og Heggstad telja, að það merki ,aumingi eða vesalmenni', og er sú þýðing eflaust byggð á ímynduðum skyldleika við lo. lirumr. Jan de Vries aðhyllist þessa kenningu. En undirstaðan er heldur veik, shr. eftirfarandi upptalningu úr mismunandi hdr. SnE.: „hraumi, skraumi, skrápr ...“ (Ormsbók); „Heitir hraumi, skrápr, skrokkr ..." (Konungsbók). Orðin skrápr og skraumi, sem standa hið næsta orðinu hraumi, henda ekki til þess, að það merki ,vesalmenni‘, en koma hinsvegar betur heim við þýðinguna ,a noisy fellow* í orðabók Cleashys. Og vel gæti hraumi verið í ætt við nno. rauma ,blása eða gára (um vind)‘, fe. hréam ,óp‘, fsax. hröm o. s. frv. Um orðið hró segir í orðabókum, að það sé heiti á jörðinni. Slíkt er reyndar vill- andi, því að hró er nafn á ákveðnu landslagi, svo sem auðsætt er af þulukafl- anum í SnE., þar sem orðið keniur fyrir: „HqII, heiðr ok hvilft / hváll ok brekka / hró, dalr ok vpllr / livammr ok tunga.“ Um ætterni þessa orðs hef ég rætt áður í ritdómi um orðsifjabók Holthausens10 og rek það ekki frekar hér. Ég skal svo að lokum nefna orðið kpr (f.). Það er stundum í orðabókum (t. d. í Heggstad og Fritzner) talið merkja ,rúm og sjúkrabeð1, og á því m. a. mun Jan de Vries byggja tilgátu sína um skyldleika þess við orðið karnaSr, sem liann virðist reyndar falla frá síðar. Þessi þýðing orðsins fær að mínum dómi ekki staðizt. Kpr merkir fyrst og fremst ellikröm, þungbæran og langvarandi sjúkdóm og svo rúmlegu af þeim sökum; og er hægt að nefna næg dæmi úr fornu máli og nýju þessu til áréttingar. Allar ættartölur orðsins kpr, sem ekki koma heim við þessa staðreynd, eru að mínum dómi út í bláinn. Höf. hefur tekið upp í bók sína nokkur orð úr vísnaskýringum E. A. Kocks 10 Arkiv, LXV (1950), 121.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Íslenzk tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.