Íslenzk tunga - 01.01.1959, Page 169
RITFREGNIR 167
hast úr sögunni, því að hnstr stendur fyrir eldra *harstr og á skylt við físl.
herstr, mhþ. ver-harsten o. s. frv.
Þá telja orðabækur, að físl. hnúSr merki ,stöng eða staur*. Orðið kemur víst
ekki nema einu sinni fyrir á fornum bókum, í íslenzkri þýðingu á latneskum
texta, og notað þar fyrir latneska orðið sudés, að því er síðari afrit latneska
tcxtans benda til; og mun hin tilfærða merking orðsins reist á því. Gegn þessu
stendur hinsvegar nterking orðsins hnúSur í íslenzku nýmáli ,hnúfa, húnn,
hryggjarliður í hval‘, fsæ. nudher ,hnullungur ...‘, ísl. hný8ing(u)r og fær.
nyding ,höfrungstegund‘, nísl. hnúSi ,hnúfuhakur‘o. s.frv. Mér finnst þessi vitnis-
burður nýmálsins og grannmálanna nokkuð Jtungur á metunum og því rétt að
minnast þess, að þýðendur gátu hrasað um erlend orð jafnt að fornu sem nú.
Af þessum sökum þykir mér fremur ólíklegt, að hnúSr eigi skylt við so. hnjóSa,
en sennilegra að það sé af sama toga og ísl. no. hnoSa (n.) og hnoSri og nno.
og sæ. máll. nystaf n) o. s. frv.
Orðið hraumi (lastheiti á manni) kemur aðeins fyrir á einum stað í SnE.,
svo mér sé kunnugt. Fritzner og Heggstad telja, að það merki ,aumingi eða
vesalmenni', og er sú þýðing eflaust byggð á ímynduðum skyldleika við lo.
lirumr. Jan de Vries aðhyllist þessa kenningu. En undirstaðan er heldur veik,
shr. eftirfarandi upptalningu úr mismunandi hdr. SnE.: „hraumi, skraumi,
skrápr ...“ (Ormsbók); „Heitir hraumi, skrápr, skrokkr ..." (Konungsbók).
Orðin skrápr og skraumi, sem standa hið næsta orðinu hraumi, henda ekki til
þess, að það merki ,vesalmenni‘, en koma hinsvegar betur heim við þýðinguna
,a noisy fellow* í orðabók Cleashys. Og vel gæti hraumi verið í ætt við nno.
rauma ,blása eða gára (um vind)‘, fe. hréam ,óp‘, fsax. hröm o. s. frv. Um
orðið hró segir í orðabókum, að það sé heiti á jörðinni. Slíkt er reyndar vill-
andi, því að hró er nafn á ákveðnu landslagi, svo sem auðsætt er af þulukafl-
anum í SnE., þar sem orðið keniur fyrir: „HqII, heiðr ok hvilft / hváll ok
brekka / hró, dalr ok vpllr / livammr ok tunga.“ Um ætterni þessa orðs hef
ég rætt áður í ritdómi um orðsifjabók Holthausens10 og rek það ekki frekar
hér.
Ég skal svo að lokum nefna orðið kpr (f.). Það er stundum í orðabókum
(t. d. í Heggstad og Fritzner) talið merkja ,rúm og sjúkrabeð1, og á því m. a.
mun Jan de Vries byggja tilgátu sína um skyldleika þess við orðið karnaSr, sem
liann virðist reyndar falla frá síðar. Þessi þýðing orðsins fær að mínum dómi
ekki staðizt. Kpr merkir fyrst og fremst ellikröm, þungbæran og langvarandi
sjúkdóm og svo rúmlegu af þeim sökum; og er hægt að nefna næg dæmi úr
fornu máli og nýju þessu til áréttingar. Allar ættartölur orðsins kpr, sem ekki
koma heim við þessa staðreynd, eru að mínum dómi út í bláinn.
Höf. hefur tekið upp í bók sína nokkur orð úr vísnaskýringum E. A. Kocks
10 Arkiv, LXV (1950), 121.