Ritmennt - 01.01.2000, Page 11
RITMENNT 5 (2000) 7-8
Inngangsorð
Sem betur fer búum við enn að þeirri grónu hefð íslensks
samfélags að finna megi einstaklinga víðs vegar um landið
sem leggja stund á þjóðleg fræði þótt þeirra daglegu störf séu af
allt öðrum toga. Því til vitnis er grein sem fremst fer í Ritmennt
að þessu sinni og er rituð af bónda norður í Eyjafirði. Þar er um
að ræða rækilega heimildakönnun sem tengist tveimur 19. aldar
handritum, minnisbók og broti úr dagbólc, en hvort tveggja er
eftir Eggert O. Gunnarsson, milcinn framkvæmda- og hugsjóna-
mann, sem að lokum varð landflótta vegna skulda, og er eklci
enn vitað með vissu hvar eða hvenær ævi hans lauk.
Átjánda öldin á sína fulltrúa í ritinu. Þar er í fyrsta lagi um að
ræða lærða grein um einn þátt heimildanotkunar Hálfdanar Ein-
arssonar í hinu latneska riti hans um íslenskar bókmenntir. í
öðru lagi er grein um Eggert Ólafsson þar sem reifuð er hug-
myndafræðin í kveðskap þessa ástsæla boðbera nýjunga í andleg-
um efnum jafnt sem veraldlegum. I þriðja lagi er umfjöllun um
Hagþenki þess litríka persónuleika Jóns Ólafssonar úr Grunna-
vílt.
Lárus Sigurðsson frá Geitareyjum, liollvinur Jónasar Hall-
grímssonar og mikill efnismaður, lést ungur en hafði þó áður
loldð við að yrkja lcvæði á enslcu í tilefni af íslandsför ungs
breslts aðalsmanns. Kvæðið, sem varðveitt er í eiginhandarriti í
Landsbóltasafni, er birt í heild sinni og er liið fyrsta sem íslend-
ingur yrltir á ensltri tungu að því er hest er vitað.
Bóksagan á sinn sess í þessum árgangi Ritmenntar. I Sópuði er
sagt frá bólcsöguráðstefnu í Helsinlti sem tengist hinu gróna nor-
ræna tímariti Nordisk Tidskrift för Bok- och Biblioteksvásen.
Framar í ritinu á sami höfundur grein sem nýjung er að, en þar
er rakið eftir frumheimildum lífshlaup tveggja frænda sem
stunduðu í æsku prentnám í Rcykjavík.
Þess var rninnst með samkomu og sýningu í safninu í nóv-
ember 1999 að þá voru liðin hundrað ár frá fæðingu liins ástsæla
skálds Jóhannesar úr Kötlum. Lítið kver eftir hann, fólin koma,
liefur verið yndi og eftirlæti íslenskra barna drjúgan liluta af
7