Ritmennt - 01.01.2000, Page 14
BIRGIR ÞÓRÐARSON Á ÖNGULSSTÖÐUM
RITMENNT
Höidur Ágústsson: íslenski toifbæiinn.
Laufásbærinn eins og talið er
að hann hafi litið út um
1768. Breytingar munu ekki
hafa orðið miklar fram yfir
miðja 19. öld.
ókunnur. Hann var fæddur í Laufási við Eyjafjörð 23. júlí 1840,
en er þegar hér er komið sögu til heimilis á Hálsi í Fnjóskadal.
Það styrkir enn fremur þá skoðun að þetta sé minnisbók Eggerts
Gunnarssonar, að í henni eru nefndir bæði „Tryggvi bróðir" og
„Geir bróðir", sem hvort tveggja er rétt, miðað við framsetta til-
gátu, sem hér eftir verður höfð fyrir satt.
Eins og áður segir var Eggert fæddur í Laufási, einn af fimrn
börnum séra Gunnars Gunnarssonar prests þar og konu hans Jó-
hönnu Kristjönu Gunnlaugsdóttur Briem. Systkini Eggerts voru
Gunnlaugur Tryggvi, fæddur 18. október 1835, sem síðar varð
nafnkunnur athafnamaður og bankastjóri, hann var einn af for-
kólfum Gránufélagsins og kaupstjóri þess um langt skeið,- Katrín
Kristjana, fædd 20. september 1836, sem giftist Pétri amtmanni
Havstein, þau voru foreldrar Hannesar Hafstein ráðherra,- Gunn-
ar Jóhann, fæddur 11. mars 1839, prófastur á Svalharði, og Geir
Finnur, fæddur 27. apríl 1843, hann fór til Vesturheims á efri ár-
um sínum. Þótti þetta vera efnilegur hópur þegar þau voru að al-
ast upp í Laufási og öll kornust þau til nokkurra áhrifa í þjóðfé-
laginu, þótt með mismunandi hætti væri.
Hálfsystir þeirra systkina og allmiklu eldri en þau var Þóra,
óskilgetin dóttir séra Gunnars, fædd 1812. Hún hafði alist upp í
skjóli föður síns í nágrenni Reykjavíkur, en þegar séra Gunnar
flytur norður í Laufás 1828 fer Þóra dóttir hans með honum.
Fylgdarmaður þeirra feðgina í ferðinni var ungur skólapiltur
norðan úr Öxnadal, Jónas Hallgrímsson að nafni. Fátt er um
áreiðanlcgar heimildir úr ferð þessari en þó verður hennar jafnan
minnst vegna kvæðisins Ferðalok, sem Jónas orti til Þóru Gunn-
arsdóttur í minningu þessarar ferðar. Þóra varð síðar bústýra hjá
10