Ritmennt - 01.01.2000, Síða 17
RITMENNT
EGGERT Ó. GUNNARSSON
Framhald af þessari slcráningu er á næstu tveimur blöðum og
virðist sem Eggert hafi selt um 50 rit á því tímabili, sem skrán-
ingin nær yfir. Elcki kemur fram hvaða rit þarna er um að ræða
en getum mætti að því leiða að átt sé við Ársritið Húnvetning,
sem reyndar kom aðeins út í þetta eina skipti en það var prent-
að á Akureyri 1857.
Þess má geta til gamans að 1855 voru prentaðar á Akureyri
Felsenborgarsögur, sem þóttu klúrar og klámfengnar og sagt var
um í ritdómi að fánýtari og verri bók hefði aldrei komið út á ís-
landi,8 en ekki kemur beint fram í minnisbókinni að Eggert hafi
haft þá bók til sölu.
Þarna er greint frá kaupendum í Þingeyjarsýslu og Eyjafirði
allt frá Flatey og í Bárðardal, inn í Eyjafjörð og vestur í Hörgár-
dal. Nefna má sem dæmi:
1 Eyólfur að vestans
1 Markús á Vargjá10
1 Jón á Kálborgará* 11
2 Jónatan í Ögsnafelli12
1 Kristján í Núpufelli13
1 Steffán í Fjósatungu14
1 Hallgrímur á Draflastöðum15
1 Páll í Uppibæ í Flatey16
8 Þjóðólfur 20. júní og 6. júlí 1855.
9 Óþekktur.
10 Markús Pétursson f. á Litluströnd í Mývatnssveit 12. febr. 1834. Drukknaði
í Þverá í Reykjahverfi 24. maí 1887. Bóndi á Ytri-Varðgjá 1857-62 og á Ytra-
Hóli 1862-64. Eftir það á ýmsum stöðum í Suður-Þingeyjarsýslu.
11 Jón Jósafatsson f. á Hömrum 1. okt. 1803, d. í Brenniási 12. nóv. 1871. Bóndi
í Máskoti 1836-49 og á Kálfborgará 1850-64.
12 Jónatan Jónsson f. um 1833, var vinnumaður í Öxnafelli vorið 1858. Sennilega
er þetta sá Jónatan Jónsson f. 1833, d. 1904, sem síðar var bóndi á Stekkjarflöt-
um og í Skriðu í Saurbæjarhreppi, faðir Ingimars Eydal kennara á Akureyri.
13 Líldega Iíristján Guðmundsson f. 7. júlí 1821. Bóndi á hluta af Núpufelli.
Hann var síðar bóndi á Hrísum um 1860 og lfklega á Völlum.
14 Stefán Sigfússon f. á Stóra-Eyrarlandi 6. júlí 1817, d. I Fjósatungu 27. apríl
1879. Bjó á Svalbarðsströnd og í Kaupangssveit en síðast í Fjósatungu
1853-64.
15 Hallgrímur Gíslason f. á Hrappsstöðum í Bárðardal 1. des. 1828, d. í Ameríku
um 1891. Bóndi á Jarlsstöðum í Bárðardal 1854-57, á Draflastöðum í Fnjóska-
dal 1857-63, á Syðra-Hóli í Fnjóskadal 1863-69 og á Rútsstöðum 1869-73, fór
þá til Ameríku.
16 Páll Örnólfsson f. 21. febr. 1807 í Uppibæ í Flatey, d. í Gyðugerði 11. maí
1889. Bjó í Neðribæ 1844-61 og í Gyðugerði 1861-86.
13