Ritmennt - 01.01.2000, Page 19
RITMENNT
EGGERT O. GUNNARSSON
ins Norðra á Akureyri og stóð þar að útgáfu bóka. Af þessari bók
hefur Eggert selt 31 eintak, aðallega um Fnjóskadal. Sem dærni
um söluna er eftirfarandi:
2 Benidigt á Sigríðastöðum20
1 Jón á Fornastöðum21
2 Indriði í Grímsgérði22
1 Jónas á Byrníngsstöðum23
1 Bjarni á Vöglum24
1 Sigurður á Ingjaldsstöðum25
1 Hallgrímur á Byrníngstöðum26
Á næstu þremur síðum bókarinnar gerir Eggert grein fyrir skuld-
um sínum við ýmsa, svo og inneignum hjá öðrum.
Það sem jeg á hjá öðrurn nú um Níár27
Hjá Jósep á Vöglum28
Hjá Jóni á Möðruvöllum29
Hjá Jóni á Fornastöðum
Sigfúsi á Dagverðareyri30
rd mk slc
2 1
1 4
1 3
2
20 Benedikt Indriðason f. á Fornastöðum 6. jan. 1799, d. á Sigríðarstöðum 27.
mars 1868. Bjó með fyrri lconu á Stóruvöllum 1826-55 og með seinni lconu á
Sigríðarstöðum 1855-68.
21 Jón Pálsson f. um 1826, d. á Fornastöðum 20. febr. 1860. Vinnumaður og
bóndi þar 1851-60.
22 Indriði Sigurðsson f. á Skuggabjörgum 23. jan. 1823, d. í Lundi 1. okt. 1893.
Bóndi á Draflastöðum 1842-43, í Grímsgerði 1844-63.
23 Jónas Indriðason f. á Birningsstöðum 6. jan. 1834, d. á Sörlastöðum 31. júlí
1894. Bóndi á Birningsstöðum 1858-60 og á Belgsá 1860-86.
24 Bjarni Jónsson f. á Vogum í Mývatnssveit 1. jan. 1823, d. á Gautlöndum 29.
sept. 1878. Bóndi á Vöglum 1846-60 og á Birningsstöðum í Hálshreppi
1860-73.
25 Sigurður Eiríksson f. á Alcureyri um 1824, d. á Ingjaldsstöðum 30. apríl 1899.
Bóndi á Rauðá 1850-52 og á Ingjaldsstöðum frá 1852.
26 Hallgrímur Davíðsson f. í Lögmannshlíðarsókn um 1838, d. á Akureyri 6.
nóv. 1921. Vinnumaður á Birningsstöðum í Hálshreppi 1857-60.
27 í minnisbók sinni notar Eggert að sjálfsögðu hinar gömlu mynteiningar, sem
giltu til 1875, þ.e. 1 ríkisdalur = 6 mörk = 96 skildingar.
28 Jósep Jósepsson f. í Ytra-Tjarnakoti 9. júlí 1817, d. á Akureyri 14. júní 1862.
Húsmaður á Vöglurn í Hrafnagilshreppi 1858-62.
29 Jón Þorláksson f. 6. apríl 1823 í Saurbæ, vinnumaður á Möðruvöllum í Saur-
bæjarhreppi 1858. Jón var óskilgetið barn Þorlálcs Einarssonar vinnumanns
þar og Rósu Árnadóttur sem síðar varð lcona Jóns Jónssonar bónda á Finna-
stöðum.
30 Sigfús Bjarnason f. um 1831, var vinnumaður á Dagverðareyri á árunum
1857-59 a.m.lc. Sennilega sá sami og er vinnudrengur í Skriðu 1845 og sagð-
ur f. í Bægisársólcn.
15
L