Ritmennt - 01.01.2000, Síða 21
RITMENNT
EGGERT Ó. GUNNARSSON
Hör(gs)dal s(t)afstöng,42 Páli í Uppibæ Páfatrúna (Kathólskan
borin saman við lútherskuna, eftir sr. Sveinbjörn Hallgrímsson,
Akureyri 1857), Jóhannesi á Eyjadalsá Reimarsrímur (Rímur af
Reimari og Fal enum sterka, eftir Hálcon Hákonarson, Reykja-
vík 1855), Jóni Sveinssyni43 á Syðra-Laugalandi Egilssögu sem
hann lofaði að borga Sveini (Skúlasyni) fyrir sumarmál. Hann
selur Jóni á Ljótsstöðum stafstöng og lánar honum 4 sk(ildinga),
Sveini á Svínárnesi44 landafræði (líklega Stutt kennslubók í
landafræðinni [...], eftir C.F. Ingerslev, Reykjavík 1854), Hólrn-
fríði á Hjalla45 vesti og Kristni í Sigluvík46 taurna, höfuðleður og
hnakkólar.
Á næstu tveim síðum nefnir Eggert ýmislegt sem hann kaupir
eftir 1. janúar 1858: Járn rusl að47 Tryggva og tvennar rímur. Járn
rusl og bréfa og bóka rusl að Geir, 2 stafhólka að Friðgeiri í
Garði,48 pennakníf og beygjutöng að Geir. Tin að Kristjáni,49 8
lóð, að Benedikt á Gautsstöðum50 band á Grettissögu og Hún-
vetning. Þá kaupir hann 4 brennisteinsspýtnabúnt og skaft á kníf
að J. í Skógum,51 púður og högl að Jóni Laxdal,52 band á Bernód-
usarrímur (Rímur af Bernótusi Borneyjarkappa, eftir Magnús
Jónsson, Reykjavík 1854) að V(igfúsi) b(ók)bjindara),53 brýni að
42 Líklega stöng eða prik til að gera af göngustaf.
43 Maður með þessu nafni er til heimilis á Syðra-Laugalandi árið 1859, líklega
f. 1835.
44 Sveinn Jónsson f. um 1832. Vinnumaður í Svínárnesi 1857-59.
45 Hólmfríður Ebenezersdóttir f. í Fremstafelli um 1806, d. í Hringsdal 15. jan.
1890. Húsfreyja í Nesi í Höfðahverfi 1838-55, búandi ekkja á Hjalla á Látra-
strönd 1855-79.
46 Kristinn Davíðsson f. um 1837 í Lögmannshlíðarsókn, sonur Davíðs Jóhann-
essonar bónda á Blómsturvöllum og konu hans Solveigar Björnsdóttur. Krist-
inn var vinnumaður í Sigluvík 1857.
47 Eggert talar jafnan um að kaupa að einhverjum, í stað af einhverjum eins og
nú væri sagt.
48 Friðgeir Olgeirsson f. £ Garði 12. júlí 1834, d. sama stað 17. júní 1881. Hjáfor-
eldrum £ Garði 1859, s£ðan bóndi þar til 1881.
49 Liklega Kristján Jónsson f. um 1813, vinnumaður á Hálsi 1858.
50 Benedikt Árnason f. á Efri-Dálksstöðum 4. júni 1802, d. á Gautsstöðum 13.
nóv. 1884. Bjó á Veigastöðum 1825-28 og á Gautsstöðum 1828-79.
51 Jóhann Bessason f. i Skógum 28. júl£ 1839, d. á Skarði 19. júll 1912. Hjá for-
eldrum til 1865. Bóndi og smiður á Skarði 1869-1912.
52 Jón Laxdal f. á Bakka í Öxnadal 11. okt. 1831, drukknaði á Eyjafirði 11. mars
1862. Bjó fyrst á Akureyri en hóf búskap á Neðri-Dálksstöðum 1861.
53 Vigfús Sigurðsson bókbindari £ Brekku i Kaupangssveit. F. 10. sept. 1827 á
Hóli £ Kinn, d. 8. ágúst 1903 í Ameríku.
17