Ritmennt - 01.01.2000, Side 23
RITMENNT
EGGERT Ó. GUNNARSSON
Árna Helgasyni, Viðeyar Klaustri 1834), Péturshugvekjur (Hug-
vekjur til kvöldlestia [...], eftir Pétur Pétursson, Kaupmanna-
höfn 1858), Passíusálma, Lærdómskver (líklega Læidóms Bók
[...] handa unglingum, Viðeyar Klaustri 1834) og Egilssögu.
Magnús hefur aftur fengið hjá Eggert: Basthólm, 2 eintök,
Drottningarspurningar,60 Harmoníu, Hálfdánarkver (líklega Sú
litla Sálma og Vísnabók, eftir Hálfdán Einarsson, Viðeyar
Klaustri 1839) og Ráðgjafasögur (Sagan um þá tíu Rádgjafa [...],
Viðeyar Klaustri 1835) og síðan hefur Eggert greitt Magnúsi 5
mörk til jöfnunar. Hér koma nolckur sýnishorn af færslum Egg-
erts:
Það sem jeg á af fislci
20 fjórðunga61 hjá Steffáni í Litlag(arði)62
16 Do hjá Sigurði í Laufási63
9 Do hjá Skúla á Steindyrum64
3 hér heima
8 hjá fóni Dagssyni á Lómatjörn65
Og síðar:
Það sem Sigurgeir Þorláksson66 hefur beðið mig um af bókum
rd rnk
Péturspostilla í rauðu safían67 borguð__________ 4___________1
Péturshugvekjur 1 3
Mynstershugleiðíngar68 3
Líka á hann að borga fyrir J. Sandhaug(um)69 3
staf 5
stafshólk 2
6 1
60 Drottningarspurningar var það heiti sem notað var af alþýðu manna um
Agrip af Historium Heilagrar Ritningar, eftir Horster, þýtt af Hálfdani Ein-
arssyni skólameistara á Hólum (sjá bls. 16).
61 Fjórðungur = 10 pund.
62 Óþekktur.
63 Sigurður Sigurðsson f. 2. júní 1832. Vinnumaður í Laufási 1855-59.
64 Skúli Árnason f. um 1831. Vinnumaður á Steindyrum 1859-61.
65 Jón Dagsson f. í Barðssókn, Skagafirði, um 1831, vinnumaður á Lómatjörn
1857-59, flutti síðar vestur í Fljót í Skagafirði.
66 F. á Vatnsenda 2. sept. 1832.
67 Saffían, þ.e. mjúkt, litað geitar- eða sauðskinn.
68 Hugleiðingar um höfuðatriði kristinnar trúar, eftir J.P. Mynster, Kaup-
mannahöfn 1839.
69 Jón Gíslason f. i Holtakoti um 1812, d. 25. jan. 1872. Bóndi á Sandhaugum
um 1845-72.
19