Ritmennt - 01.01.2000, Page 27
RITMENNT
EGGERT Ó. GUNNARSSON
Það sem jeg á lijá öðrum rd mk sk
Jóni Pálssyni89 4 4 12
S. og Einari á Hallgilsstöðum90 10 1 10
Jóni Hjaltasyni91 11 1 6
Þ. Stórutjörnum92 3 1 14
Elini á Landamóti93 3
Jónasi Krossi94 3
Jósep Þórðarstöðum 1 4
40 1 10
Sigurði á Hálsi95 1 3
Jóni á Einarsstöðum96 1
Guðjóni á Króltum97 1 2
Jóni á Ljótsstöðum 5 1 8
Kristjáni á Bæsá 5
Jónatan Guðrúnarsyni98 2 10
Byrni á Gautlöndum99 1
Arngrími Auðnum100 1 8
52 4
Eklci verður betur séð en að þarna sé skekkja í reikningnum, en
þó eru nokkrar útstrikanir á blaðinu sem erfitt er að henda reið-
ur á.
89 Sjá neðanmálsgrein 21.
90 Sigríður Þorsteinsdóttir f. á Stokkahlöðum 27. sept. 1817, d. 17. mars 1892
og Einar Erlendsson f. á Rauðá 3. mars 1823, d. 14. sept. 1909. Bjuggu fyrst í
Laufási en síðar á ýmsum bæjum í Fnjóskadal, þar á meðal á Hallgilsstöðum
1859-61.
91 Sjá neðanmálsgrein 2.
92 Sjá neðanmálsgrein 71.
93 Elín Bjarnadóttir f. í Fellsseli 12. des. 1817, d. á Efri-Dálksstöðum 26. des.
1900. Húsfreyja á Landamóti 1844-61.
94 Jónas Jónasson f. á Hálsi í Kinn 26. okt. 1820, d. í Ameríku 12. júlí 1904.
Bóndi á Krossi 1849-64.
95 Sigurður Árnason f. 30. nóv. 1838, d. 31. des. 1898. Bóndi á Hálsi í Kinn.
96 Jón Guðvarðarson f. í Grýtubakkahreppi 31. ágúst 1826, drukknaði í há-
karlalegu 29. okt. 1862. Bjó í Reykjadal en síðan í Kaupangsseli 1856-59 og
á Einarsstöðum í Glæsibæjarsókn 1859-62.
97 Guðjón Steinsson f. í Sílastaðakoti í Glæsibæjarsókn 31. okt. 1832, d. á Ak-
ureyri 12. febr. 1914. Vinnumaður í Austari-Krókum 1859-61.
98 Gæti verið Jónatan Jónsson f. 3. apríl 1830, d. 22. nóv. 1897. Bóndi á Þóris-
stöðum 1879-96. Jónatan var óskilgetinn sonur Jóns Hallssonar frá Meyjar-
hóli og Guðrúnar Bjarnadóttur.
99 Björn Erlendsson f. 1. sept. 1839 á Rauðá. Sonur Erlendar Sturlusonar bónda
á Rauðá og konu hans Önnu Sigurðardóttur. Björn var vinnupiltur á Gaut-
löndum 1855 en var kominn í Skútustaði á árinu 1858. Fór síðar til Amer-
íku.
100 Arngrímur Gíslason málari f. í Skörðum 8. jan. 1829, d. í Gullbringu í Svarf-
aðardal 21. febr. 1887. Búsettur á Auðnum í Laxárdal á þessurn árum.
23