Ritmennt - 01.01.2000, Blaðsíða 29
RITMENNT
EGGERT Ó. GUNNARSSON
10 pd Gamalíel112 lofað og borgað 2 3
6 pd fón Grímslandi113 lofað og borg(að) 9 hvítt
Og á laust blað sem Eggert hefur stungið aftast í bókina hefur
hann skrifað, og er ekki ólíklegt að það sé síðasta færsla hans í
minnisbókina, enda líklega gerð urn það bil sem hann flyst frá
Hálsi:
Það sem er í stokk sem mamrna geymir fyrir mig uppá stofulofti.
1 Biflíu
2 Bifliusögur
3 sálmabók
4 harmonia
5 sönn guðhræðsla114
6 basthólm
7 passí[u]sálmar
8 smárita bók
9 2 landafræði
10 algebra
11 njála
12 Sturlunga
13 Islendingasögur
14 knittlinga115
(15 ráðgjafasögur)
16 ármannssaga
17 bjarnabænir116
18 smásögur
19 religion for hver man
20 nyttig kundskab for ungd
21 dönsku b. 2
22 2 peníngabuddur með 3 rd
23 dósir
24 sendibréf
25 skáktafl
26 klukkustrengur
E. Ó. Gunnars
Hér hefur nú nolckuð verið tínt til af efni þessarar minnisbókar
Eggerts Gunnarssonar, hefur þó fleira verið undan skilið.
Eftir að minnisbókinni lýkur, líklega á árinu 1860, flyst Egg-
ert að Möðruvöllum til Péturs Havstein amtmanns og Kristjönu
systur sinnar. Er hann talinn þar til heimilis fram á árið 1863, er
112 Gamalíel Hansson f. í Syðri-Neslöndum 4. ágúst 1822, d. 5. júlí 1866. Bóndi
í Syðri-Neslöndum 1846-66.
113 Jón Jónsson f. í Garðsvík 1. des. 1823, bóndi í Grímslandi á Flateyjardals-
heiði 1859-67.
114 Um sannrar Guðhrædslu uppbyrjun og framgang [...], prentuð í Kaup-
mannahöfn 1839, er þýdd úr enslcu af sr. Jóni Jónssyni lærða í Möðrufelli.
Bók þessi er nú í eigu ritara þessa þáttar, en á saurblaði eintaksins hefur fyrri
eigandi merkt sér hana þannig: „Þessi Bók er gefin mér Eggert Ólafi Gunn-
arssyni af Ömmu minni Frú V. Briem" (þ.e. Valgerði Árnadóttur, konu
Gunnlaugs Briem sýslumanns á Grund).
115 Saga Knúts Konungs (Kong Knud den Helliges Levnet), Kaupmannahöfn
1816.
116 Sálma og Bæna-Kver eftir Bjarna Arngrímsson, Reykjavík 1846.
25