Ritmennt - 01.01.2000, Síða 38
BIRGIR I’ÓRÐARSON Á ÖNGULSSTÖÐUM
RITMENNT
heim og var þá enn töluvert hjá amtmanni eftir miðdagsmat,
fór þá þegar hann fór út kl. 5, að taka til og fékk ég frúnni139
öll föt amtmanns, að því búnu tók ég til mín föt og fór þá að
ná mér [í] kerru og keyrði svo á stað. Kom við á Prinsens
palli140 til að vita um hag Gríms,141 og var hann þá farinn, en
þegar ég lcom til skipsins var það flutt frá svo að ég mátti ferja
það [þ.e. fötin?] fram. Fór ég þá í land og fann Jónsen og gat
hann ekkert, fór ég þá til Borgargötu [Borgergade?] nr. 11 og
sýndi N142 og vann ég 18 mörk og eitt frínúmer. Þá til Feveile
og drakk hjá honum tevatn og fékk svo loksins hjá honum
meðölin sem kostuðu 8 rd. Kom svo seint heim og var amt-
maður sofnaóur þá ég kom heim, en Ludvigsen143 kominn þá
heim nýlega og kvaddi ég hann og son hans, en bað að heilsa
mæðgunum. Svo fór ég að skrifa amtmanni um nóttina og gat
hreint ekkert sofið. Vakti ég hann þá eða hann vaknaði til
fulls og fór á fætur kl. 3'/2 og lauk við bréf til konu sinnar.
[19.] Svo fórum við á stað og villtumst út á Toldbuden,144
svo gengum við þaðan til Nýhafnar og var þá Jóhann145 ekki
ltominn, svo við fórum til hans og var hann þá óklæddur, og
beið amtm(aður) þar meðan ég fór og vitjaði um hvenær að
skipið væri til og átti það að vera til að kl(ukkutíma) liðnum.
Fór ég þá ásamt þeim ofan í Litlu kóngsins götu og drukkum
þar Sjokolade, hljóp ég þá þaðan inn í Regens og fann stúd-
enta, geldt Þorvaldur með mér til skips og fól ég honum úrið
og buxurnar. Svo fórum við á skip, var amtm(aður) á skipi
með hressasta móti, sem ég hefi séð hann og lcvöddumst við,
fór hann þá út í baðehús, en við hiðurn dálítið þangað til það
ltom til okkar dampbátur og dró olckur út. Vórum við svo
139 Líklega frú Ludvigsen, sjá neðanmálsgrein 143.
140 Prinsens Palæ, sem þá var orðið aðsetur Þjóðminjasafns Dana.
141 Ekki er ljóst hvaða Grím er þarna um að ræða. Það er tilgáta ritara þáttarins
að þarna sé átt við Grím Thomsen, en hann fór heim til íslands fyrr á sumr-
inu. Má í því sambandi benda á að á næsta ári, þegar Tryggvi Gunnarsson er
í Kaupmannahöfn, hefur hann talsverð samskipti við Grím Thomsen.
142 Númer í einhvers konar fjárhættuspili eða happdrætti?
143 Trúlega hefur Ludvigsen verið húsráðandi þar sem Eggert og amtmaður
dvöldu.
144 Tollafgreiðslan.
145 Jóhann Pétur Thorarensen lyfsali á Akureyri, f. 6. mal 1830, d. 10. maí 1911.
Hann var samferða Eggert heim með skonnortunni Sókratesi.
34