Ritmennt - 01.01.2000, Side 40
BIRGIR ÞORÐARSON A ONGULSSTOÐUM
RITMENNT
Hér lýkur dagbókarbroti Eggerts. Samkvæmt því sem fram kem-
ur í dagbókinni virðist sem Eggert hafi ákveðið heimför sína frá
Kaupmannahöfn í nolckurri skyndingu og farið til íslands fyrr en
áætlað var, en til þess bendir það að hann fær loforð fyrir sund-
kennslu tveimur dögum áður en hann tryggir sér far heim og
brottför skipsins er aðeins fjórum dögum síðar.
Ekki er ólíklegt að þau fjárhagsvandræði hans, sem greinilega
koma fram í dagbókinni, hafi stytt dvöl hans í Kaupmannahöfn
frá því sem áformað var.
Um heimkomu Eggerts leitum við enn heimilda í blaðinu
Norðanfara152 en þar segir:
Slconnortan Sókrates, Kapteinn Hemmert, kom hingað 30. f.m. og af-
fermdi á hingaðleiðinni nokkuð á Húsavík.153 Með skipi þessu kom út
aftur jarðyrkjumaður E. Gunnarsson.
Og í Norðanfara ári síðar154 segir: „Amtmaður J.P. Havstein kom
til Húsavíkur 23. f.m." og af hálfu blaðsins er látin í ljós ánægja
yfir hcimkomu hans og góðum bata.
Það sem hér hefur verið sett á blað af því sem Eggert hefur
sjálfur skrifað gefur nokkra hugmynd um upphaf æviferils þessa
merkismanns sem vert væri að skoða nánar en gert er í þessari
samantekt.
Til að bæta nokkrum dráttum við þá mynd sem hér hefur ver-
ið dregin af Eggert Gunnarssyni þyldr rétt að stikla á nokkrum
staksteinum í ævi hans, sem að mörgu leyti var óvenjuleg.
Eins og áður getur fluttist Eggert að Hálsi 1854, en næstu tvö ár-
in er hann í Fornhaga í Hörgárdal hjá frænda sínum, Friðbirni
Björnssyni, og nernur þar jarðyrkju. Næstu fjögur árin eða svo er
Eggert á Hálsi, og á þeim tíma færir hann í minnisbókina sem
hér var tekin til umfjöllunar.
Um tvítugt er Eggert orðinn heimilismaður á Möðruvöllum í
Hörgárdal hjá mági sínum, Pétri Havstein amtmanni, eins og áð-
ur segir. Gerðist hann amtmanni mjög handgenginn og hélst hin
152 Norðanfari nr. 17-18, 1862. (Þetta er septemberblaðið, en er sjáanlega prent-
að í október.j
153 Þarna er komutími skipsins til Akureyrar skráður 30. september, hefur það
þá tafið alllengi á Húsavík.
154 Norðanfari nr. 33-36, 1863.
36