Ritmennt - 01.01.2000, Qupperneq 42
BIRGIR ÞÓRÐARSON Á ÖNGULSSTÖÐUM
RITMENNT
l’jóðminjasafn íslands.
Espihóll. Gamli burstabær-
inn, byggður fyrir 1880. Þetta
mun vera bærinn sem Eggert
bjó í 1866-69. Myndin er að
líkindum tekin um 1895-97,
og þar má sjá við bæjardyrnar
ábúendur á Espihóli á þeim
tíma, en það voru Jón Sigfús-
son, kenndur við Sörlastaði, f.
um 1823, og síðari lcona hans
Þóra Kristjánsdóttir, en hann
bjó á Espihóli 1876-93. Þá
tók við búskap sonur Jóns,
Sigtryggur að nafni, sem
einnig er á myndinni ásamt
konu sinni Guðnýju Þorkels-
dóttur og þremur elstu son-
um þeirra. Synir Sigtryggs og
Guðnýjar tóku síðar upp ætt-
arnafnið Esphólin.
Eggerts, var vikapilturinn Jón Stefán Sveinsson, en faðir hans,
Sveinn Þórarinsson,156 var alllengi skrifari hjá Pétri amtmanni á
Möðruvöllum og þar höfðu þeir Eggert kynnst, en fjölskyldan
var nú flutt til Alcureyrar og bjó þar við sára fátækt. Vikapiltur-
inn Jón Sveinsson átti síðar eftir að verða þelcktur um allan heim
undir rithöfundarnafninu Nonni, og trúlega eru það góðar minn-
ingar frá þeim tíma, er hann dvaldi á Espihóli, frá Jrví haustið
1867 og fram á sumar 1869, sem urðu síðar kveikjan að einni af
hinum mörgu bókum hans, Sólskinsdögum. Þá er vitað að Egg-
ert veitti móður Nonna, sem þá var orðin ekkja, nokkurn fjár-
styrk til að búa son sinn að heiman, þegar hann fluttist alfarinn
af landi brott, 12 ára að aldri.
Eggert festi ráð sitt 1867 er hann lcvæntist Elínu Sigríði Ól-
sen,157 en hún var dóttir Runólfs Magnúsar Ólsen umboðsmanns
á Þingeyrum og lconu hans Ingunnar Jónsdóttur, og þótti mönn-
um þá sem elckert lát yrði á frama Eggerts og þar væri komið eitt
156 F. í Kílakoti 17. mars 1821, d. á Akureyri 16. júlí 1869.
157 Elín Sigríður var systir Björns M. Ólsen háskólarektors.
38