Ritmennt - 01.01.2000, Page 43
RITMENNT
EGGERT Ó. GUNNARSSON
Espihóll. Grunnteikning af
burstabænum, gerð af Jónasi
Rafnar. (a| bæjardyr; (b) göng;
(c) baðstofa, tvíhólfa; (d) litla
stofa; (e) búr; (f) eldhús;
(g) litla búr; (h) klefi; (i) stofa;
(j) skáli; (k) skcmma;
(1) smiðja.
/; Zoo
>•
helsta höfðingjaefni Norðlendinga. En á skammri stund skipast
veður í lofti. Elín Sigríður andaðist í janúar 1869 að nýafstöðn-
um barnsburði, aðeins tvítug að aldri, og dótturinni nýfæddu,
Valgerði Ingunni, varð ekki langra lífdaga auðið, hún dó í júní-
mánuði sama ár. Ekki er vafi á því að andlát Elínar Sigríðar og
litlu dótturinnar varð mikið áfall fyrir Eggert. Eftir það undi
hann sér ekki við búrekstur og leysti upp bú sitt strax vorið eft-
ir. Var hann þá um tíma settur sýslumaður í Skagafjarðarsýslu.
Næstu árin var Eggert mikið á faraldsfæti en var þó helst við-
loða á Hálsi eða Möðruvöllum. Vann hann þá meðal annars að
undirbúningi að stofnun Gránufélagsins sem Tryggvi bróðir
hans var þá að koma á fót. Hefur þá Tryggvi sett á blað „Reglur
fyrir umboðsmann Eggert Gunnarsson til eftirsjónar í sendiferð
þeirri, er honum er á hendur falin með Erindisbrjefi dags: Febrú-
ar 1872," ásarnt allítarlegum leiðbeiningum um hvernig staðið
skuli að fundarhöldum á Austurlandi til kynningar á starfsemi
Gránufélagsins.158 f sömu ferð vann hann einnig að fjársöfnun
fyrir Þjóðvinafélagið sem stofnað var af stuðningsmönnum Jóns
Sigurðssonar forseta.
Af þessum ferðalögum Eggerts um Austurland leiddi það að
hann var kosinn á þing fyrir Norðmýlinga 1875, var hann þá 35
158 Varðveitt í handritasafni Landsbókasafns, með handritum séra Benjamíns
Kristjánssonar.
39