Ritmennt - 01.01.2000, Qupperneq 45
RITMENNT
EGGERT Ó. GUNNARSSON
Á næsta þingi 1877 var svo tekin álcvörðun um stofnun Möðru-
vallaskóla, en þá lagði Arnljótur Ólafsson fram tillögu, ásamt
Eggert og nokkrum þingmönnum öðrum, um stofnun gagn-
fræðaskóla á Möðruvöllum, sem var samþykkt160 og má því með
réttu telja þá Eggert og Arnljót frumkvöðla að stofnun skólans.
Um störf Eggerts á alþingi er það að segja að elcki er hann fyr-
irferðarmikill í alþingistíðindum, talar hvorki oft né lengi, og
verður því að telja að hann hafi tekið noklcurt mið af ráðlegging-
um Gríms, þótt aðrir hefðu vafalaust frekar en Eggert mátt taka
þær til sín.
í blaðinu Norðlingi á Akureyri, í yfirlitsgrein um störf alþing-
is 1875,161 er hann þó talinn einn af þeim er best hafi unnið á
þingi það árið. Helst hefur hann afskipti af málum sem snerta
átthaga hans við Eyjafjörð, svo sem um Möðruvallaskóla og
Kvennaskólann á Laugalandi, svo og það sem snertir embætti
hans sem umboðsmaður klaustursjarða. Þá sýndi hann milcinn
áhuga á lagafrumvarpi um friðun fugla á íslandi.
Snemma vetrar 1876-77 sigldi Eggert til Danmerlcur og
dvaldi þar til vors. Var það önnur utanferð hans, en þær áttu eft-
ir að verða fleiri. í þessari ferð safnaði Eggert fé til stofnunar
kvennaskóla í Eyjafirði og fékk til þess rúmlega 4000 kr.
Á þessum árum naut Eggert mikils álits meðal almennings og
þótti vera meðal helstu forvígismanna þjóðarinnar. Til gamans
er hér vitnað í dagbók Ólafs Davíðssonar þjóðsagnasafnara, frá
1881, þegar hann var í skóla í Reykjavík. Ólafur er þar í mann-
jöfnuði við félaga sinn Jóhannes að nafni og segir:
[...] en á hinn bóginn fyndist oss, að sumir Norðlingar bæru af öðrum
landsmönnum að dugnaði og framtaksemi. Hverjir jöfnuðust við Eggert
og Tryggva Gunnarssyni? Hverjum bónda gætu Sunnlendingar skipað
jafnfætis Einari í Nesi, o.s.frv? Jóhannes varð að fallast á vort mál.162
Sama árið og Eggert er lcosinn þingmaður gengst hann fyrir því
ásamt noltltrum góðbændum í Eyjafirði fram, að þar er stofnað
Framfarafélag Eyfirðinga og var hann ltosinn fyrsti forstöðu-
maður félagsins. Félagssvæðið náði yfir lrreppana þrjá Hrafnagils-
160 Alþingistíðindi 1877, síðari partur, bls. 139.
161 Norðlingur 1875-76, nr. 17.
162 Ólafur Davíðsson. Ég læt allt fjúka bls. 284.
41