Ritmennt - 01.01.2000, Qupperneq 49
RITMENNT
EGGERT Ó. GUNNARSSON
En í bréfi, sem dagsett er 5. maí sama ár, kveður mjög við annan
tón:
Eggert Gunnarsson er hjer að vafstra aptur, og er ósköp að sjá hann, allur
skítugur, jeg held, að hann hafi eklcert að jeta dögunum saman. Hann
fær nattúrl(ega) ekkert til láns hjer, en segist hafa fengið lán í Noregi, en
það er eigi mikið að marka.
Og síðast nefnir Klemens Eggert í bréfi, sem dagsett er 28. maí
1885, og segir þar aðeins: „Eggert Gunnarsson er hjer alltaf að
flækjast." Segir þetta orðalag manni nokkuð um álit bréfritarans
á lífsháttum og líðan þess sem um er rætt. Eftir þetta er eklci
vitað hvað á daga Eggerts dreif.
Til er afrit af bréfi frá Tryggva bróður Eggerts til dansks prests
í Lundúnum. Það er dagsett 20. jan. 1886, og segist Tryggvi þar
hafa keypt farseðil fyrir Eggert til Dakota í Norður-Amerílcu, en
þar eigi þeir bræður marga vini, og hafi Tryggvi séð svo um að
við komuna þangað verði Eggert afhentir peningar.
Aldrei gaf Eggert sig fram við þessa vini þeirra bræðra í Amer-
íku og er í raun ekki vitað með vissu hvort hann hefur nokkurn
tírna kornið þangað, en ýmsar sögur gengu milli manna um af-
drif hans.
í bréfi sem Tryggvi Gunnarsson slcrifar til Valgerðar fóstur-
dóttur sinnar 4. nóv. 1886 segir (stafsetning bréfritarans):
Jeg talaði við mann í sumar sem kom frá Ameríku hann hafði talað við
Eggert í New York og var þá allvel til fara og kvartaði ekki, þá ætlaði
hann til Cikago.169
Þrátt fyrir það sem Tryggvi segir í þessu bréfi virðist þó vera full-
ltomin óvissa um hvort Eggert hafi nokkurn tíma komið til Am-
eríku. Geir Finnur Gunnarsson skrifar Tryggva bróður sínum frá
Winnipeg 14. apríl 1894 (stafsetning bréfritarans):
Hvað annars snertir E. bróðir, hefi jeg síðan jeg kom híngað vestur, átt
tal við marga um hann, og ýmisl. frjett - sumt mjög sennilegt - allt lút-
andi að því, að hann hafi híngað komið til Ameríku, og „sjeður af mörg-
um" - hvar af tveir af þeim áttu að hafa talað við hann sem Eggert Gunn-
arsson. [...] Samt hefi jeg alldrey getað náð enn í neinn, sem sjálfur hafði
talað við E., heldur þá, sem talað höfðu við þá hina sömu er tal höfðu
haft af Eggert [...] Hvað nú sannleikurinn er í öllu þessu, veit guð einn.170
169 Bergsteinn Jónsson. Tryggvi Gunnarsson IV, bls. 98.
170 Sama rit IV, bls. 18.
45