Ritmennt - 01.01.2000, Page 52
RITMENNT 5 (2000) 48-56
Adalsteinn Ingólfsson
„Elslcu vinlcona mín
í Vesturheimi"
Bréfaskipti Erlends í Unuhúsi og Nínu Tryggvadóttur*
Nína Tryggvadóttir listmálari var í hópi margra islenslcra listamanna sem sóttu
Erlend heim í Unuhúsi á árunum 1938-43. Eftir að Nína hvarf til náms í Bandaríkj-
unum í september 1943 hóf hún að skrifa Erlendi bréf á nokkurra vikna fresti og hélt
því áfram allt þar til hún kom heim til íslands árið 1946. Þessi bréf eru markverðar
heimildir um vaxandi listrænan þroska Ninu, það myndlistarumhverfi sem hún
hrærðist í í Bandaríkjunum, aðra íslenska listamenn sem þar dvöldust, t.d. Louisu
Matthíasdóttur, Drífu Viðar og Ólaf Jóhann Sigurðsson, en kannski fyrst og fremst
um einstakt trúnaðarsamband hinnar ungu listakonu og hins roskna lífsspekings og
menningarfrömuðar.
/
Ibréfasafni Erlends Guðmundssonar í
Landsbókasafni íslands - Háskólabóka-
safni, sem opinberað var almenningi með
tilhlýðilegri viðhöfn þann 29. janúar 2000,
er að finna um það bil 30 einkabréf frá
Nínu Tryggvadóttur listmálara. Þau eru frá
þriggja ára tímabili, það er frá því Nína hélt
í fyrsta sinn til Ameríkudvalar í september
1943 og þar til hún snýr heim um sumarmál
1946 til að setja upp aðra einkasýningu sína
í Listamannaskálanum það sama ár.
Líkur benda til þess að Nína hafi ekki
kynnst Erlendi og „akademíu" hans í Unu-
húsi fyrr en 1939, þegar hún hvarf heim eft-
ir nærri fimm ára dvöl í Danmörku og
Frakklandi. Þetta má meðal annars ráða af
eftirmælum Halldórs Laxness um listakon-
una. Allt um það eru þær Nína og vinkona
hennar, Louisa Matthíasdóttir, fljótlega
orðnar heimagangar í Unuhúsi eftir heim-
komuna 1939, hugsanlega fyrir tilstuðlan
þeirrar síðarnefndu sem virðist hafa þekkt
Erlend fyrir. Og eins og glögglega kemur
frarn í bréfum Nínu virðist hafa myndast
sérstakt trúnaðarsamband milli þessara
ungu listakvenna og Erlends.
Raunar er Nína ekki ein til frásagnar um
þetta samband því í bréfasafninu er einnig
að finna vélrituð afrit nokkurra svarbréfa
Erlends til Nínu. Eru þetta einu afritin af
* Þessi grein er að uppistöðu erindi sem flutt var á
sérstakri dagskrá um bréfasafn Erlends Guðmunds-
sonar í Landsbókasafni Islands - Háskólabókasafni
sunnudaginn 6. febrúar 2000.
48