Ritmennt - 01.01.2000, Page 55
RITMENNT
og nú bíða allir með spenningi eftir að vita hver
hafi lært hjá hverri.
í bréfunum er einnig að finna margvíslegan
vitnisburð um menningarlegan þroska þess-
ara ungu listakvenna. Vissulega voru þær
ekki frábitnar því að sletta úr klaufunum. í
bréfi frá því í október 1944 er til dæmis að
finna glaðhlakkalega frásögn Nínu af því
þegar þeim Louisu var vísað út úr nætur-
klúbbi í New Orleans fyrir það hvað þær
voru unglegar, aldurstakmarkið var tuttugu
og eitt ár. Þá stóð Nína á þrítugu en Louisa
var fjórum árum yngri. Segir hún:
Finnst þér furða þótt maður muni eftir slílcum
gullhömrum?
Hins vegar voru þær vinkonur einnig fund-
vísar á það besta sem var að gerast í menn-
ingarlífi hinnar stóru New York-borgar. Um
haustið 1943 fóru þær með stuttu millibili á
sýningu á verkum Van Goghs, í leikhús á
Broadway að sjá leikkonuna Elizabeth Berg-
ner, á rússneska ballettinn, á uppfærslu á
Othello með Paul Robeson í aðalhlutverki,
á tónleika með Andrés Segovia - Nína hafði
sérstakan áhuga á gítarleik - á tónleika með
Fritz Kreisler, aðra með Yehudi Menuhin og
loks á tónleika Arthurs Rubinsteins. Þótti
Nínu mest til Paul Robeson koma.
Ef til vill er þessi menningarneysla þeirra
Nínu og Louisu enn eitt dæmið um þann
þroska sem „díalektíska menningarheimil-
ið (í Unuhúsi) efldi með þeim gestum sem
af næmum huga komust þar í tæri við
heimilisbraginn" - hér er það aftur Halldór
Laxness sem talar.
Bréf Nínu veita einnig innsýn í persónu-
leika hennar, eðlisgreind, metnað og einurð,
en einnig inn í smitandi og græskulausa
„ELSKU VINKONA MÍN f VESTURHEIMl"
Landsbókasafn.
Úr bréfi Ninu til Erlends 14. júní 1946.
kímnigáfu hennar, þann hæfileika sem hún
hafði til að slá viðmælendur sína út af lag-
inu með fjarstæðukenndum húmor sem oft-
ar en ekki beindist að henni sjálfri eða að-
stæðum hennar. Fyrsta orðsending hennar
til Erlends eftir brottförina frá íslandi í sept-
ember 1943 er póstlögð í Skotlandi og hljóð-
ar svona:
Elsku Erlendur. Aðal viðhurðurinn hingað til var
að djúpsprengju var varpað á hval sem rnenn
héldu að væri kafbátur. Við fengum hann til
kvöldmatar. Bless, Nína.
51