Ritmennt - 01.01.2000, Síða 62
ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR
RITMENNT
Titilsíða Hagþenkis. JS 83 £ol.
semi í landinu var réttmæt, því að það var
ekki fyrr en um 36 árum síðar að farið var
að gefa út annars konar efni en „andlegt" að
ráði á íslandi, eða þegar Hrappseyjarprent-
smiðja var stofnuð árið 1773.2 Þá er talið að
áhrifa frá upplýsingarstefnunni á íslenska
bókmenningu hafi fyrst farið að gæta og
menn fari að gefa út rit sem mótuðust af
nytja- og skynsemishyggju.3 Menn höfðu þó
löngu áður sýnt viðleitni til þess að skrifa
um nytsamlegt efni fyrir íslendinga, þó að
ekki hafi þau rit fengist út gefin á prenti.
Hagþenkir er dæmi um slíkt rit, eins og til-
einkun og yfirlýstur tilgangur hans gefa til
kynna. Jón tileinkaði Hagþenki ,,[ö]llum
skynsömum og sanngjörnum mönnum er
þessa síns föðurlands gagn stunda, velferð
og velgengni, þessa heims og annars" (5) og
samkvæmt því sem segir í formála er til-
gangurinn með ritun hans að íhuga „hverjir
hlutir nytsamlegastir séu nú á tímum að
vita og vinna á íslandi [...]" og er allt lagað
„eftir íslands fátæku ásigkomulagi" (7).
Hefur Jón hugsað sér í upphafi að skrifa al-
menna hvatningu til íslands framfara og
fjalla sérstaklcga í því sambandi um bænd-
ur, þá um handverksmenn og að lokum um
lærða menn, eins og hann segir í formálan-
um, en í reyndinni fjallar ritið að mestu um
lærdómsmenntir, enda voru þær á sviði
Jóns, sem fékkst sjálfur hvorki við búskap
né handverk á manndómsárum sínum,
heldur fræðimennsku og ritgerðasmíð. Þó
víkur hann að gagnlegum hlutum varðandi
búskap og nefnir ýmsar handverksmenntir,
sem hann telur þess verðar að komið sé upp
á íslandi, í síðasta hluta ritsins.
Jón skiptir Hagþenki í fjóra hluta og mið-
ast skiptingin gróflega við lífsferil hins
lærða manns. I fyrsta hluta ritsins fjallar
hann um uppeldi barna og kennslu til að
undirbúa skólalærdóm (hann talar ævinlega
um sveina en á nám stúlkna minnist hann
ekki). í öðrum hluta fjallar hann um nám og
2 Fyrir tíma Hrappseyjarprentsmiðju liafói ekki mik-
ið verið prentað af veraltllegu efni á íslandi. Þórður
Þorláksson bislcup lét prenta noltkrar fornsögur á
síðari hluta 17. aldar og einnig Alþingisbækur og
Lögþingsbækur. Laust eftir miðja 18. öld voru gefn-
ar út nokkrar fornsögur í tveimur ritum og þýðing
á erlendum rcyfurum í einu bindi. Sjá Böðvar Kvar-
an. Auðlegð Islendinga, bls. 77 og áfr.
3 Sjá Loftur Guttormsson: Bókmenning á upplýsing-
aröld, bls. 247-48.
58