Ritmennt - 01.01.2000, Page 70
ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR
fyrir lærða útlendinga og þá um hluti sem
einkennandi væru fyrir Island og finnast
síður í öðrum löndum. Lærðar ritgerðir um
framandi efni, t.d. heimspeki, ættu íslend-
ingar að láta útlendingum eftir, því að þeir
hafa miklu betri tækifæri og aðstæður til
slíkra skrifa (79). Jón ráðleggur mönnum
ekki aðeins að skrifa greinilega, þarflega og
snillilega, heldur einnig stutt svo að mönn-
um „ægi eigi í augum að skrifa sér það upp''
(80). Hér er ekki gert ráð fyrir að skrif þessi
komist á prentaðar bækur heldur að þau
gangi manna á meðal í uppskriftum.
Hagþenkir fjallar í grófum dráttum um
menntun embættismanna, hvernig þeim
beri að haga sér í embætti og um hvað þeir
eiga að skrifa landinu til gagns og velferðar.
Viðhorf til bókmennta og bóklegrar menn-
ingar koma því víða fram í ritinu. Um
skáldskaparfræði fjallar Jón í anda klassis-
isma og fornmenntaáhuga. Þar miðar hann
fyrst og fremst við klassíska ból<mennta-
hefð eins og hún var kennd og iðlcuð í lat-
ínuslcólunum, en lítur einnig til norræns
miðaldaarfs í því samhengi. Menn gátu val-
ið sér yrkisefni og bókmenntategundir úr
hinni klassísku hefð, en mikilvægt var þó
að yrkja á íslensku fyrir íslendinga og um
siðbætandi eöa nytsamlega hluti.
Ef reynt er að staðsetja Hagþenki í ís-
lenskri bókmenntasögu liggur e.t.v. beinast
við að liorfa til allra þeirra rita sem framá-
menn skrifuðu í byrjun átjándu aldar í þeim
tilgangi að efla viðreisn og framfarir lands-
ins. Þessi rit voru skrifuð í anda þýsks
kameralisma 17. aldar, sem lagði áherslu á
fruml<væði miðstjórnarvaldsins við fram-
farir í atvinnumálum, með hagsæld föður-
landsins og þegnanna að leiðarljósi.18 Hér
RITMENNT
má nefna rit eins og „Consilium de Islandia
in optimum statum constituenda" eftir
Arngrím Þorkelsson Vídalín frá árinu 1701,
„Forslag til Islands opkomst" eftir Hans
Becker frá 1736 og „Andmerckninger over
Island og dessens Indbyggere" frá 1736 eða 7
eftir Matthias Joachimsen Wagel. Þessi rit
lögðu fram tillögur fyrir kóng og stjórnvöld
um úrbætur og nýsköpun í atvinnuháttum
á Islandi. Jón Olafsson kemur einnig með
slílcar tillögur í síðasta hluta Hagþenkis
þótt ekki séu þær nákvæmlega útfærðar.
Það sem er þó ólíkt með Hagþenld og þess-
um ritum er að Hagþenkir er skrifaður á ís-
lensku og fyrir íslendinga en viðreisnarritin
á latínu eða dönslcu og voru ætluð stjórn-
völdum. Að þessu leyti sver Hagþenkir sig
fremur í ætt við rit upplýsingarmanna á síð-
asta hluta 18. aldar. í honum er ennfremur
að finna í ríkum mæli nytsemissjónarmið
það sem menn hafa bent á í skrifum upplýs-
ingarmanna.
Ljóst má vera af þessari umfjöllun að Jón
Ólafsson úr Grunnavílc stendur á ákveðn-
um tímamótum. Rit hans er að mörgu leyti
framhald af viðreisnarritum þeim sem skrif-
uð voru í anda kameralistískrar hugmynda-
fræði í byrjun 18. aldar og fjölluðu um fram-
farir í atvinnumálum landsins. Hann er
bundinn af fornmenntastefnunni og húm-
anisma 16. og 17. aldar varðandi fagurfræði
bókmennta, en vill um leið upphefja hinn
forna norræna arf og skipa honum við hlið
hins klassíska. Að lokum bendir rit hans
18 Sjá Þórunn Sigurðardóttir: Inngangur, bls. x-xiii.
Um áhrif kameralisma á íslenskt stjórnkerfi má
lesa í grein Haralds Gustafssonar: Stjórnsýsla, bls.
43-60.
66