Ritmennt - 01.01.2000, Síða 90
STEINGRÍMUR JÓNSSON
RITMENNT
Jón, og átti síðan hjá honum um 300 kr., að lofa
sjer að höfða skuldamál á hendur Jóni og gefa sjer
fullmakt til þess. Þetta gerði prentarinn. En Jón
komst að þessu, og sendir því með síðasta póst-
sldpi (hinu sama, sem H. fjelck leyfið með) skuld-
ina, svo Halidór vissi ekki af. Síðan kemur Hall-
dór með stefnu til Jóns, en þú getur nærri um
kveðjur og orð þau, er þeim fórust þá á milli.
Prentsmiðja Sigmundar
Guðmundssonar
í ísafold í nóvember 1883 auglýsir Sigmund-
ur Guðmundsson að hann hafi fengið lton-
ungsleyfi til að stofna prentsmiðju. Með því
að komin séu til hennar öll áhöld, svo sem
spónný, stór og vönduð hraðpressa og mikl-
ar birgðir af fjölbreyttum, móðins leturteg-
undum, tilkynnir hann að prentsmiðjan
muni taka til starfa í lok mánaðarins. Muni
hann þá taka til prentunar alls konar bælcur
og bæklinga er prenta megi með latneskum
letrum [!] og líka alls konar lausaprent svo
sem eyðublöð, reikninga, veislukvæði, dans-
seðla, matseðla, „vísitkort", plaköt, boðs-
bréf, umburðarbréf, grafljóð, útfararminn-
ingar o.fl.
Vegna sinna vönduðu verkfæra og einnig
þess að hann síðastliðið sumar naut tölu-
verðrar tilsagnar og æfingar í ýmsu því
vandasamasta í prentlistinni, í hinni ágætu
prentsmiðju háskólans í Edinborg, vonaðist
Sigmundur til að geta boðið löndum sínum
hið besta prent sem völ væri á með jafngóð-
um kjörum og aðrir samiðnaðarmenn hans
og sömuleiðis að geta leyst prentunina
greiðlega af hendi.49
Réttum mánuði fyrr skrifar Jón Stein-
grímsson Magnúsi Andréssyni og segir það
helst að frétta úr Víkinni að Sigmundur
prentari, sem ætli að setja upp prentsmiðju
sína í Merkisteini, húsi Schous steinlröggv-
ara við Hlíðarhúsastíg, ætli eftir nýárið að
fara að gefa út blað sem eigi að heita Fjall-
lconan. Valdimar Asmundarson [!] eigi að
vera ritstjóri og „verður víst sitt af hverju
tagi í eptir útgefandanum að dæma".50
Prentsmiðja Sigmundar var reyndar aðeins
um skamma hríð í Merkisteini því hún var
flutt í Slcólastræti 5, bakhús, snemma árs
1884.
Sem fyrr segir skipti blaðaprentun miklu
máli fjárhagslega fyrir prentsmiðjurnar.
Hálfsmánaðarblaðið Fjallkonan var prentað
í Prentsmiðju Sigmundar frá því hún hófst í
ársbyrjun 1884 þar til 11. ágúst er Valdimar
Ásmundsson seldi Gunnlaugi Stefánssyni,
prentara í Isafoldarprentsmiðju, blaðið frá
og með 12. tölublaði 1884. Fluttist þá prent-
un þess frá Sigmundi yfir í Isafoldarprent-
smiðju. Sigurður Kristjánsson eignaðist
Fjallkonuna sumarið 1885, en Valdimar
lceypti blaðið aftur í ársbyrjun 1886. Var
blaðið þó áfram prentað í ísafoldarprent-
smiðju nema eitt aukablað, dagsett 27. nóv-
ernber 1886, sem prentað var lijá Sigmundi
í 3000 eintökum. Haustmánuðina 1884 og
fram til áramóta var ekkert blað prentað hjá
Sigmundi uns Þjóðólfur fluttist úr ísafoldar-
prentsmiðju til Sigmundar frá ársbyrjun
1885.
Sumarvinna 1884
Oft er fátt heimilda um það sem prentað var
í hinum einstöku prentsmiðjum annað en
49 ísafold 10:30 (28. nóvember 1883), bls. 120.
50 Lbs 5219 4to (JSt til MA, 31.10. 1883).
86