Ritmennt - 01.01.2000, Síða 92
STEINGRÍMUR JÓNSSON
RITMENNT
Ljósm. Sigfús Eymundsson. - Þjóðminjasafn fslands.
Horft yfir Aðalstræti 6 austur Austurstræti. ísafoldarhúsið er stærsta húsið sunnan götunnar, með brotnu þaki, þar
sem Isafoldarprentsmiðja var frá 1886. Fjær og til vinstri sést barnaslcólahúsið við Pósthússtræti, tvílyft steinhús,
þar sem Isafoldarprentsmiðja var nokkrar vikur vorið og sumarið 1886, síðar símstöð og loks lögreglustöð. Uppi í
Bankastræti blasir við steinhúsið, sem Sigmundur Guðmundsson byggði 1881-82 og þar sem ísafoldarprentsmiðja
var 1883-86. Nokkru sunnar er Skólastræti 5, og má sjá norðurhluta bakhússins, eins og húsið leit út endurgert eft-
ir brunann 1885, en Prentsmiðja Sigmundar Guðmundssonar var þar 1884-85. Bakvið dómkirkjuna sést örlítið í
kalkhúsið á horni Lækjargötu og Skólabrúar þar sem ísafoldarprentsmiðja var 1879-83.
Fjórða vinnudaginn leggur hann af Alman-
ak fyrír hvern mann fyrir árið 1885 sem Jón
Olafsson og Steingrímur Tliorsteinsson rit-
stýrðu, þ.e. rífur upp lausaletur af 6 blaðsíð-
um og raðar því í leturkassa. Almanal< þetta
er sérstakt að því leyti að fyrsta örk þess,
þ.e. bls. 1-24 í tólfblaðabroti, var prentuð
hjá Schultz í Kaupmannahöfn og er sama
prentun og í Almanaki Þjóðvinafélagsins.
Það sem prentað var á íslandi, bls. 25-72, er
hins vegar í áttablaðabroti. Ekki varð fram-
hald á útgáfu þessa almanaks.
Þá taka við nokkrir dagar þar sem hann
setur Almanakið og „Orðasafn" en það eru
blaðsíðurnar 161-261 í bókinni Dönsk
lestrarbók með stuttu málfræðiságripi og
orðasafni eftir Steingrím Thorsteinsson, 2.
útgáfa, aukin og endurbætt. Vinnulagið við
88