Ritmennt - 01.01.2000, Síða 98
STEINGRÍMUR JÓNSSON
RITMENNT
fátítt að nývígðir prestar hafi gegnt starfi að-
stoðarprests í dómkirkjunni.
Eftir prestvígslu samdi Jón Fiéttii fiá ís-
landi árin 1887 og 1888. í Gaulverjabæ
hlóðust hins vegar ýmis önnur störf á hinn
unga prest. Hann varð oddviti hreppsnefnd-
ar og hreppstjóri, auk þess sem hann tók við
stóru búi á jörðinni.
Jón Steingrímsson varð ekki gamall mað-
ur. í ágúst 1890 skrifar hann foreldrum sín-
um í Ameríku og segir að lcvillasamt hafi
verið síðan um vorið er inflúensu-kvefsótt-
in gekk. Hafi hann orðið dálítið veikur fyrst
en farið til Reykjavíkur áður en sér hafi ver-
ið albatnað. Hafi hann þá fengið ákaflegan
hósta og blóðuppgang sem hann hafi aldrei
fengið áður. Hafi sér síðan batnað að mestu
en sé þó hvergi nærri albata og nýlega hafi
komið blóðkorgur upp úr sér.53 Hinn 12.
apríl 1891 skrifar hann enn og segist alltaf
vera með hósta og þyngsli fyrir brjósti, og er
hræddur um að hann sé eitthvað veill fyrir
brjósti.54 Hann andaðist rúmum mánuði
síðar, hinn 21. maí 1891, tæplega 29 ára
gamall.
Magnús Ingvarsson skrifaði Svanborgu
móður sinni um noldcurt árabil eftir að
hann kom til Ameríku. Er unnt að fylgjast
með ferð hans frá Boston til New Yorlc og
áfram vestur til St. Louis í Missouri-fylld.
Síðasta bréf Magnúsar er dagsett hinn 3.
janúar 1890 í St. Louis. Þar segir Magnús frá
veikindum sínum og að hann hafi verið frá
vinnu í mánuð en sé að batna.55 Eftir það er
eldcert vitað um Magnús, og liggur næst að
álylcta að hann hafi dáið skömmu síðar, á
26. aldursári.
Heimildaskrá
A. Oprentaðar heimildir
Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn
Lbs 5219 4to (Bréf Jóns Steingrímssonar til Magnúsar
Andréssonarj.
Lbs 5223 4to (Bréf Jóns Steingrímssonar til Steingríms
Grímssonar. - Samningur um prentnám Jóns Stein-
grímssonar 1877, með hendi Jóns Jónssonar ritara. -
Æviágrip (Vitae) Jóns Steingrímssonar 1887 (upp-
kast)).
Lbs 5224 4to (Bréf Jóns Steingrímssonar til Svanborgar
Grímsdóttur. - Bréf Magnúsar Ingvarssonar til
Svanborgar Grímsdóttur).
Lbs 5121 8vo (Minnisbók Jóns Steingrímssonar 1884,
með æviágripi).
B. Prentaðar bækur
Einar Laxness (1960). fón Guðmundsson alþingismað-
ur og ritstjóri. Þættir úr ævisögu. Reykjavík.
Jón Helgason [biskup) (1941). Þeir sem settu svip á bæ-
inn. Reykjavík.
Jón Sigurðsson (1911). Minningarrit aldarafmælis Jóns
Sigurðssonar 1811-1911. Reykjavík.
Jón Sigurðsson (1933). Bréf Jóns Sigurðssonar. Nýtt
safn. Reykjavík.
Klemens Jónsson (1930). Fjögur hundruð ára saga
prentlistarinnar á íslandi. Reykjavík.
Matthías Jochumsson (1922). Sögukaflar af sjálfum
mér. Akureyri.
Matthías Jochumsson (1935). Bréf Matthíasar
Jochumssonar. Reykjavík.
Stefán Bjarnason (1955). Niðjatal Gríms Steinólfsson-
ar. Reykjavík. [Fjölr.J
Þórbergur Þórðarson (1946). / sálarháska. Ævisaga
Árna prófasts Þórarinssonat, 2. Reylcjavík.
Þórbergur Þórðarson (1973). Ofvitinn. Reykjavík. [3. pr.)
C. Prentuð blöð
ísafold. Reykjavík 1874-1929.
íslendingur. Reykjavilc 1860-65.
Þjóðólfur. Reykjavílc 1848-1919/20.
53 Lbs 5223 4to (JS til StG, 21.8. 1890).
54 Lbs 5223 4to (JS til StG, 12.4. 1891).
55 Lbs 5224 4to (MI til SvG, 3.1. 1890).
94