Ritmennt - 01.01.2000, Side 99
RITMENNT 5 (2000) 95-101
Einar Siguiðsson
Myndir Tryggva
Magnússonar
af íslensku jólasveinunum
Þess var minnst 4. nóvember 1999 í Landsbókasafni íslands - Háskólabókasafni,
með samkomu og sýningu, að liðin voru hundrað ár frá fæðingu skáldsins
Jóhannesar úr Kötlum. Við það tækifæri afhentu niðjar Jóhannesar bókasafninu
handrita- og skjalasafn lians. Meðal gagna á sýningunni voru frummyndir Tryggva
Magnússonar af islensku jólasveinunum, en þær liafa verið í eigu safnsins síðan
1989. Myndirnar birtust fyrst í bók Jóhannesar, Jólin koma, árið 1932. Hér er tilfærð
prentröð þessarar vinsælu barnabókar, sögð stuttlega deili á Tryggva Magnússyni og
birtar myndir af jólasveinum lians, en þeir hafa einn af öðrum prýtt jólakort
bókasafnsins undanfarin ár.
Tryggvi Magnússon fæddist á Bæ á Selströnd við norðanverð-
an Steingrímsfjörð 6. júní árið 1900 og ólst þar upp til tólf
ára aldurs er hann fluttist með foreldrum sínurn að Hvítadal í
Dalasýslu, en þeir Stefán skáld og Magnús faðir Tryggva voru
hálfbræður. Tryggvi innritaðist í Gagnfræðaskólann á Akureyri
haustiðl916 og hafði þá þegar náð óvenjulegri leikni í teikningu.
Eftir gagnfræðapróf 1919 sigldi Tryggvi til Kaupmannahafnar,
nam þar við Tekniske Selskabs Slcole um hríð en hélt vestur um
haf til New York 1921 þar sem hann nam myndlist um eins vetr-
ar slceið, einkum andlitsmyndagerð. Þá hélt hann austur um haf
að nýju og settist í skóla í Dresden þar sem annar íslendingur var
þá fyrir, Finnur Jónsson. Er talið að dvölin í Þýskalandi hafi leitt
Tryggva inn á svið skopteikninganna, og eftir að hann var al-
kominn heim til íslands árið 1923 var þess slcammt að bíða að
Spegillinn hæfi göngu sína, en Tryggvi var aðalteiknari blaðsins
allt frá stofnun þess 1926 og til þess er hann lést árið 1960, sex-
tugur að aldri.
Tryggvi Magnússon.
95