Ritmennt - 01.01.2000, Blaðsíða 100
EINAR SIGURÐSSON
RITMENNT
Jóhannes úr Kötlum.
Tryggvi efndi tvívegis til sýninga á málverkum sínum og
teikningum. Hann sótti efnivið sinn að miklu leyti í íslenslc
þjóðsagnaminni en málaði einnig landslagsmyndir. Tryggvi kom
við sögu alþingishátíðarinnar 1930, teiknaði þá m.a. búninga fyr-
ir sögusýningu hátíðarinnar, og er talið að sú vinna hafi orðið
kveikjan að því verki sem Tryggvi varð þekktastur fyrir, „forn-
mannaspilunum" svokölluðu, sem gefin voru út hvað eftir ann-
að um áratuga skeið. En að mati Björns Th. Björnssonar er þó
mesta verk Tryggva að afköstum til „myndskreytingar hans í
bækur, þulur, þjóðsögur og ekki síst hverskonar lesbælcur
barna".1 Af þeim meiði eru sprottin verk þau sem hér verða gerð
að umtalsefni, myndir af íslensku jólasveinunum sem birtust í
bók Jóhannesar úr Kötlum, Jólin koma. Er eklci noldcur vafi á því
að myndir Tryggva eiga sinn þátt í þeim gífurlegu vinsældum
sem þessi bólc hefur notið meðal barna allt fram á þennan dag.
Þau hafa bólcstaflega drulclcið í sig hin létt lcveðnu lcvæði Jóhann-
esar um jólasveinana, gjarnan áður en þau urðu læs. Þannig hef-
ur það gengið lcynslóð eftir lcynslóð.
Fyrsta útgáfa af Jólin lcoma hirtist árið 1932, en sú prentun
sem nýjust er lcom út 1998 og er hin 19. í röðinni.2 Hér á eftir er
birtur listi yfir hinar nítján prentanir ritsins og greint frá útgef-
anda og ártali. Hafa að meðaltali liðið tæplega fjögur ár rnilli
þess að þetta litla, vinsæla lcver var prentað.3
Landsbólcasafn eignaðist árið 1989 frumeintölc þeirra mynda
sem birtust í Jólin lcoma. Árið 1995 var brugðið á það ráð að láta
myndir Tryggva prýða jólalcort hinnar nýju stofnunar, Lands-
bólcasafns íslands - Háskólabólcasafns, og hafa nú á þessu ári
birst átta myndir af fimmtán alls. Þær eru í sömu stærð og frum-
myndirnar og svo trúar þeim að prentun og öðrum frágangi sem
lcostur er.
Textinn á lcortunum er bæði á íslenslcu og enslcu. Á fjórðu
blaðsíðu lcortanna eru fáein orð um listamanninn Tryggva
1 Björn Th. Björnsson. íslensk myndlist á 19. og 20. öld 2, bls. 250.
2 Eins og sést á listanum yfir prentanirnar hafa tölumerkingar riðlast á vissum
stöðum. Þannig er síðasta prentun bókarinnar merkt sem átjánda prentun í
stað nítjánda.
3 Auk prentananna í Jólin koma birtust jólasveinavísurnar í safnriti höfund-
arins, Ljóðasafn 9. Reykjavílc 1984, bls. 13-20.
96