Ritmennt - 01.01.2000, Page 106
RITMENNT 5 (2000) 102-11
Helga Kristín Gunnarsdóttir
Eggert Ólafsson slcáld
og upplýsingarmaður
Eggert Ólafsson var eitt helsta skáld íslendinga á átjándu öld en sú öld hefur jafnan
verið kennd við upplýsingarstefnuna. í þessari grein er rakið hvernig skáldskapur
hans er mótaður af hugmyndafræði upplýsingarinnar jafnframt því sem hann ber
einlcenni forrómantískra viðhorfa. Eggert var boðberi nýjunga í íslenskri ljóðagerð á
átjándu öld og hugmynda sem höfðu mikil áhrif á kynslóð hinna rómantísku skálda
á fyrri hluta nítjándu aldar. Mörg ljóða Eggerts, þ.á m. eitt mesta ljóð hans,
Búnaðarbálkur, eru hvatningarljóð ort með það í huga að vekja íslendinga til vitund-
ar um sjálfa sig og hvetja þá til dáða í andlegum og verklegum efnum. Kveðskapur
hans stóð á vissan hátt á mótum nýs tíma og gamals og sýnir ótvíræð áhrif erlendra
hugmyndastrauma.
Eggert Ólafsson hefur löngum verið tal-
inn einn af frumherjum upplýsingar-
stefnunnar á íslandi. Viðhorfa upplýsingar-
innar gætir í flestum hans verlcum hvort
sem um er að ræða skrif um náttúruvísindi,
matjurtarælct, þjóðmál eða skáldskap. í
kveðskap hans er að finna merlcar nýjungar
í íslenslcri ljóðagerð á 18. öld. Þar endur-
speglast grundvallarsjónarmið upplýsingar-
stefnunnar, svo sem skynsemishyggja,
nytja- og fræðsluviðhorf, framfara- og bjart-
sýnistrú. Eggert sótti að vísu einnig hug-
myndir til fornmenntastefnu 17. aldar.
Hann dáði forna menningu þjóðarinnar og
lagði hana iðulega til grundvallar í umbóta-
boðskap sínum. í kveðskap hans lcorn ástin
á menningararfi þjóðarinnar oft fram í því
að hann fyrnti mál sitt og stíl og notaði
forna bragarhætti. Þannig urðu mörg lcvæða
hans óaðgengileg og tyrfin. Jafnframt þessu
má þó einnig greina hjá honum forróman-
tíslc áhrif, þjóðernissinnaðar liugmyndir og
ættjarðarást sem vísa veginn til 19. aldar-
innar. Þannig hafði Eggert milcil áhrif á
Fjölnismenn og komandi kynslóð róman-
tíslcra slcálda sem gerðu mörg hugðarefni
hans að sínum baráttumálum. Eins og
þelclct er hafði Jónas Hallgrímsson líf lians
og hugsjónir að uppistöðu í Hulduljóðum
(1847) og í ritgerð sem hann slcrifaði um
Tómas Sæmundsson lcallar hann Eggert
Þessi grein er byggð á stuttu erindi sem flutt var við
opnun sumarsýningar Landsbókasafns Islands -
Háskólabókasafns urn Eggert Olafsson 5. júní 1999
og bar yfirskriftina Undir bláum sólarsali. Eggert
Ólafsson skáld og náttúrufræðingur 1726-1768.
102