Ritmennt - 01.01.2000, Page 114
HELGA KRISTÍN GUNNARSDÓTTIR
RITMENNT
höndla hamingjuna í þessu lífi eins og fram
kemur í eftirfarandi ljóðlínum:
Skoðaðu guós í verkum veru,
vill hann ei þína hvörsdags hrygð;
full af yndæli flest þau eru;
fékk hann þér í þeim miðjum bygð,
að Adams straff og eymda þján
æ mýkist fyrir herrans lán.20
Hér höfum við trú á mildan og föðurlegan
guð í stað þess refsigjarna guðs sem hinn
lúterski rétttrúnaður boðaði. Virðist Eggert
hafna ltenningunni um erfðasyndina eins og
sönnum upplýsingarmanni sæmdi.
Horft til framtíðar
Átjánda öldin stóð á ýmsan hátt á mörkum
hins gamla og nýja tíma og er það elcki að
ófyrirsynju að oft er vísað til hennar sem
upphafs nútímans á Vesturlöndum. Þá urðu
margar breytingar sem lögðu grunninn að
því sem við getum kallað nútímalegan hugs-
unarhátt. Það má með sanni segja að í Egg-
erti Olafssyni mætist nýr tími og gamall.
Þótt hann vísi iðulega til fortíðarinnar þá er
sú viðmiðun fyrst og fremst hugsuð sem
hvatning til landsmanna: hann vísar olclcur
um leið veginn fram á við. Þrátt fyrir þá erf-
iðleika sem blöstu við í íslensku efnhags- og
þjóðlífi á 18. öld hafði hann trú á landinu og
þeim xuöguleikum sem það hefur upp á að
bjóða. Eins og fram lcemur í kvæðinu Mána-
málum (1758) leit hann björtum augum til
framtíðarinnar og sá fyrir betri tíma. í kvæð-
inu ræðast við feðgarnir Ingólfur Arnarson,
Þorsteinn Ingólfsson og Þorkell Máni sonur
hans. Þeir virða fyrir sér landshagi árið 1758
og þykir Ingólfi öllu hafa farið aftur. En
Máni sér fram í tímann og segir:
Koma munu lælcnar
þeirs landsmanna
bæta geðbresti,
bæta siðbresti,
landstjórn bæta,
byggja kunnustur
ok vegligt bóka vit.
Skulu kaupferðir
í kjör fallast
og vaxa velmegin,
springa munu blómstur
á bæar tré,
göfgu man þá fjölga fræi.21
Ekki er að undra að jafn eindreginn ættjarð-
arvinur og Eggert Ólafsson hafi haft mikil
áhrif á rómantísku skáldin og þau hafið
hann til lofs í kvæðum sínum. Fjallkonu-
myndin sem frá honum er komin og sú lof-
gjörð til ættjarðarinnar sem birtist í Island
ögrum skorið,12 hefur orðið eins konar sam-
nefnari fyrir íslenska ættjarðarrómantík. Sú
ættjarðarást sem hann boðaði fól vissulega
eklci í sér þá baráttu fyrir sjálfstæði landsins
sem hófst á 19. öld. Með henni efldi hann
þó engu að síður sjálfstraust með seinni
tíma kynslóðum og innrætti þeim trú á
landið. Þótt kveðslcapur Eggerts hafi
kannski ekki haft svo ýkja mikil áhrif á sín-
um tíma þá settu síðari tíma menn Eggert á
stall með dáðustu skáldum íslandssögunn-
ar. í ljósi þess sem hér á undan hefur verið
20 Eggert Ólafsson, Kvæði, erindi 23, bls. 34.
21 Eggert Ólafsson, Kvæði, bls. 82.
22 Benda má á að nýlega kom út á prenti í fyrsta sinn
hin svokallaða „Brúðkaupssiðabók" Eggerts. í því
riti tekur Eggert upp minni sem hann kallar „Is-
lands- eður föðurlandsminni" og á að efla föður-
landsást landsmanna. Þar kemur Island ögrum
skorið fyrst fyrir. Sjá Eggert Ólafsson, Uppkast til
forsagna um brúðkaupssiðu hér á landi, bls.
101-03.
110