Ritmennt - 01.01.2000, Síða 135

Ritmennt - 01.01.2000, Síða 135
Andrew Wawn RITMENNT 5 (2000) 131-47 1L The Dream Óbirt ljóð á enslcu eftir Lárus Sigurðsson frá Geitareyjum* Hér er birtur útgefinn tcxti kvæðisins The Dream sent Lárus Sigurðsson frá Geit- areyjum orti á ensku í tilefni af íslandsför ungs bresks aðalsmanns, Sir Thomas Mar- yon Wilsons, einhvern tíma á árabilinu 1823-32. Kvæðið, sem er varðveitt í eigin- handarriti í Landsbókasafni, rnarkar tímamót og er ort á tímamótum. Annars vegar er það líklega fyrsta rneiri háttar kvæðið sem fslendingur yrkir á enska tungu, en eins og tileinkun ber með sér var Lárus nemandi Sigurðar Sívertsens í Hafnarfirði, sonar Bjarna kaupmanns Sívertsens sem náði afargóðu valdi á cnsku er hann neydd- ist til þess að dveljast langdvölum á Bretlandi á meðan Napóleonsstyrjaldirnar geisuðu. Hins vegar veitir kvæðið örlitla sýn á breskan íslandsleiðangur sem fátt eitt er vitað um og verður til þess að brúa að nokkru bil milli vísindaleiðangra sem fræg- ir upplýsingarmenn höfðu forustu urn, svo sem Sir Joseph Banks, John Tltomas Stanley og Sir George Mackenzie, og íslandsferða Vi ktoríutímans sem byggðust á áhuga manna á íslenskum fornhókmenntum. Um Lárus Sigurðsson frá Geitareyjum (1808-32), skólabróður og tryggan hollvin Jónasar Hallgrímssonar, segja seinustu útgefendur Jónasar að hann liafi verið „talinn efnismaður og vel slcáldmæltur",* 1 og í sömu útgáfu birtist vitnisburður, að vísu dapurlegur, um að Lárus gat orðið til að blása öðrum skáldskap í brjóst. Hinn 23. ágúst 1832 liafði Jónas lreimsótt þennan unga félaga sinn á sjúkrabeð áður en hann lagði af stað til Kaup- mannahafnar til námsdvalar. Innan þriggja klukkustunda eftir þessa hjartnæmu kveðjustund sem rcyndist sú hinsta var Lárus Sigurðsson látinn. Um þann atlrurð orti Jónas á áhrifamildnn hátt og birti í Fjölni árið 1837:2 * Ég er afar þalcklátur Sveini Yngva Egilssyni fyrir að lesa yfir fyrri gerð þessar- ar greinar og gera við hana atliugasemdir. Séu einhverjar missagnir eftir eru þær alfarið á mína ábyrgð. 1 Ritverk Jónasar HallgrímssonarlV, bls. 112. 2 Sjá einnig ljóð Sveinbjarnar Egilssonar þar sem harmaður er dauði Gísla Brynjúlfssonar og Lárusar Sigurðssonar: Síra Gísli Brynjólfsson (d. 26 jún. 182.7) og Lárus Sigurðsson (d. 28 águst 1832). 131
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Ritmennt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.