Ritmennt - 01.01.2000, Page 136
ANDREW WAWN
RITMENNT
Sá eg inn góða
er guði treysti,
ungan og öflgan,
ættjarðar von,
Lárus á bana-
bólstur hniginn,
líki líkan
er eg land kvaddi.3
Glæsilegur lárviðarskáldsstíllinn á tveim óbirtum ljóðum á
dönsku eftir Lárus, „Hekla og Island under Fyrværkeriet 30 Dec
1829" og „Hans Majestats Födselsdag 1830",4 skýra að hluta
hvers vegna skáldskaparhæfileikar Lárusar öfluðu honum hróss
meðan hann lifði.5 Einn óbirtur texti til viðbótar getur orðið til
þess að auka enn á skáldhróður Lárusar. Varðveist hefur ljóð eftir
hann í handriti á Landsbókasafni Islands - Háskólabókasafni6,
sem er nær örugglega eiginhandarafrit textans sem afhentur var
manninum sem ljóðið var tileinkað. Það ótrúlega - jafnvel furðu-
lega - er að þetta 170 vísuorða ljóð er ort á ensku. Hér á eftir
verður texti þessa forvitnilega slcáldverks birtur með skýringum,
en hér er væntanlega um að ræða fyrsta ljóð sem Islendingur hef-
ur ort á ensku, tungumáli sem á þessum tíma hafði enga form-
lega stöðu í íslenska skólakerfinu og var nánast eingöngu notað
í verslun og viðskiptum.
Þegar Páll Eggert Ólason skráði handritið skrifar hann að það
hafi verið „keypt 1928 af Mattíasi þjóðminjaverði Þórðarsyni, en
hann fekk frá síra Mattíasi Jochumssyni."7 Uppruni virðist sann-
ferðugur. Þó að engar beinar heimildir séu fyrir því með hvaða
hætti séra Matthías eignaðist handritið8 þarf ekki að koma á
óvart að það lenti í hans höndum. Matthías var tíður gestur á
3 Ritverk Jónasar Hallgrímssonar I, bls. 72.
4 JS 401 4to. Lausleg gögn um bókmenntasmeklt Lárusar er að finna í Lbs 427
8vo, safni af eftirlætisrímum hans og lausavlsum. Á ótölusettri síðu í hand-
ritinu kemur fram að safnarinn var Lárus Sívertsen.
5 I Lbs 52 fol, á bls. 85, er að finna samtímagrafslcrift um Lárus. Þar er staðfest
að „vinir, vandamenjn] sakna þessa efnilega og elskuverda únga man[n]s", en
ekkert er minnst á skáldgáfu hans. Benediltt Gröndal minnist lauslega á
kvæði Lárusar á dönsku (Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson, Rit III, bls. 126).
6 Lbs 2208 4to.
7 Páll Eggert Ólason, Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins III, bls. 288.
8 Engar upplýsingar er að finna í Bréfum Matthíasar Jochumssonar né heldur í
Söguliöflum af sfálfum mér.
132