Ritmennt - 01.01.2000, Síða 138
ANDREW WAWN
RITMENNT
ið við okkur á ensku".15 í maí 1810 hnykkir Henry Holland, einn
þátttakenda í leiðangri Sir George Mackenzies, á því góða áliti
sem Hooker fékk á fjölslcyldu Sívertsens. Að vísu hafði Bjarni
„höfuð heimilisins [...] allumsvifamikill kaupmaður" ekki get-
að tekið á móti bresku ferðalöngunum þar sem hann var „um
þær mundir á Englandi - eða kannski á siglingu til íslands",16 en
Sigurður er sagður vera „prýðilegur ungur maður, hæverskur,
kurteis og vel menntaður". Á þeim tíu mánuðum sem liðnir
voru frá heimsókn Hookers hafði enska Sigurðar augljóslega tek-
ið miklum framförum,- Holland segir hann tala málið „mjög lið-
ugt, þó að hann hafi aldrei til Englands komið".
Þessar framfarir bera lærisveininum og þá ekki síður kennar-
anum föður hans fagurt vitni. Svo vildi til að vegna styrjalda og
ástandsins í utanríkismálum hafði faðir Sigurðar orðið einn af
færustu enskumönnum Islands eftir að hann hafði neyðst til að
dveljast á Bretlandi frá 1807. Dvöl hans þar veturinn 1807-08
stafaði af því að breska stjórnin setti skip Bjarna í farbann þegar
Napóleonsstyrjöldin tók aó hindra ferðalög og viðskipti. Hann
eyddi síðan öðrum vetri í Leith (nálægt Edinborg) þar sem ill-
viðri höfðu hrakið hann þangað aftur eftir að hann lagði af stað
(síðla árs 1808) í ferð sína til íslands sem þegar hafði tafist
mjög.17 Dvöl Bjarna í Skotlandi hefði vel getað dregist mun
meira á langinn hefðu ekki komið til pólitísk áhrif Sir Joseph
Banlcs sem talaði máli hans við háttsetta vini sína í bresku
stjórninni. Að vísu hafði Sigurður Sívertsen „búið nokkur ár í
Kaupmannahöfn",18 og þar kann hann að hafa bætt enn við
kunnáttu sína í ensku tal- og ritmáli vegna samskipta við Breta
sem bjuggu í Kaupmannahöfn, en óvenjulega færni í enskri
tungu virðist hann eiga mest föður sínum að þaklca. Bölvun út-
legðarinnar hafði hoðað Sívertsenunum nokkuð gott á tungu-
málasviðinu, þó að það hafi að vísu kostað drjúgt á viðskipta-
sviðinu.
15 Sama bindi, bls. 233.
16 The lceland /ournal of Henry Holland 1810, bls. 114-15; Henderson, Iceland
(1819), bls. 47, nefnir heimsóknir til Sívertsens 1814-15 en bætir engurn
gagnlegum upplýsingum við.
17 Halldór Hermannsson, Sir foseph Banks and Iceland, bls. 33-52.
18 The Iceland fonrnal of Henry Holland 1810, bls. 115.
134
J