Ritmennt - 01.01.2000, Side 143
RITMENNT
THE DREAM
vald á málfræði og setningaskipan. Þess eru furðu fá dæmi að
velþjálfað eyra hans, auga og tilfinning bregðist honum: tvisvar
beitir hann lýsingarhætti þátíðar af óöryggi („casted", 6, „for-
got", 60) og hann á reglubundið í erfiðleikum með að mynda og
merkja eignarföll (5, 6, 20, 27, 55 o.s.frv.); munurinn á „scared"
og „scarred" kann að hafa farið framhjá skáldinu (104); orðasam-
bandið „nature's deeds" (28) lcrefst elcki þess ákveðna greinis
sem fylgir því, og tilraunin til að nota „disastrous" (117) sem sér-
stætt lýsingarorð er ekki sannfærandi. En til mótvægis við þessa
smávægilegu hnökra ber að skoða öryggi Lárusar í notkun auka-
setninga og þeirrar greinamerkjasetningar sem þarf til að hafa
stjórn á þeini; hann gætir þess vandlega að nota „an" en ekki „a"
á undan nafnorðum sem byrja á „h"; og stafsetning sem virðist
sérkennileg, eins og „steems" og „venamous" á sér hliðstæður
hjá enskum samtímahöfundum. Allmörg af rímum Lárusar hafa
litið betur út í augum íslendings en þau hljóma í eyrum Englend-
ings og önnur (til dæmis „peace"/„ease", 47-48) hafa hljómað
betur á ensku með framburði íslendings sem hefur eðlilega til-
hneigingu til að afradda /z/ í /s/. En þó að talsvert mikið af rím-
inu virðist ekki alrím er það í raun og veru í samræmi við
almennar enskar rímvenjur á þessum tíma - breytingar á fram-
burði skýra margt sem virðist vera klaufalegt.
Ljóð Lárusar Sigurðssonar, The Dream, mundi kannski ekki
gera milcið tilkall til athygli hefði það verið ort af Englendingi.
Hins vegar er merkilegt að það skyldi vera ort af íslendingi
snemma á nítjándu öld. Að baki formúlukennds fagurgalans má
hins vegar líta á ljóðið sem sjaldgæfa heimild um skammvinna
vináttu tveggja ungra manna sem tengdust um stundarsakir
böndum ferðalaga og viðskipta. Gegnum ljóðið grillum við
einnig í rnynd af tungumálafærni úrræðagóðra kaupsýslumanna
á íslandi, og aulc þess þá hrifningu sem landslag og menning ís-
lands var tekin að vekja meðal hreskra ferðalanga á upplýsingar-
öld.31 Við verðum að vona að þegar Sir Thomas Maryon Wilson
las lipurlega ort lofkvæði Lárusar Sigurðssonar hafi honum orð-
ið ljós sá tungumálametnaður og það örlæti andans sem bjó að
baki sköpunar þess.
31 Fjallað er nánar um ferðir Breta til Islands á átjándu og nítjándu öld í Andrew
Wawn, The Vikings and the Victorians. Inventing the Old North in Nine-
teenth-Century Britain, bls. 34-59 og 283-311.
139