Ritmennt - 01.01.2000, Side 152
„ Morgunveróur með
Erlendi í Unuhúsi"
29. janúar 2000
Hinn 9. mars árið 1967 kom Áslaug Árnadóttir, skrifstofustúlka
á tollstjóraskrifstofunni, til fundar við Grím M. Helgason for-
stöðumann handritadeildar Landsbókasafns með allvænan
pappalcassa sem hún afhenti með svolátandi bréfi:
Hér með afhendi ég Landsbókasafni íslands að gjöf sendibréf til Erlend-
ar Guðmundssonar, Garðastræti 15, Reykjavík, frá ýmsum sendendum,
þar á meðal Þórbergi Þórðarsyni rithöfundi, Halldóri Kiljan Laxness rit-
höfundi, Stefáni frá Hvítadal skáldi og allmörgum öðrum, ásamt fáein-
um skjölum og gögnum öðrum varðandi Erlend.
Bréf þessi komust í mína eign með erfðum. Erlendur Hafsteinn Guð-
mundsson fæddist í Reykjavík 31. maí 1892 og dó þar 13. febrúar 1947.
Eftirfarandi kvöð fylgir afhendingu þessari frá minni hendi:
Landsbókasafnið ábyrgist að almenningur fái ekki aðgang að bréfum
þessum og skjölum fyrr en um næstu aldamót, eða nánar tiltekið 1. jan-
úar árið 2000, og vil ég þar með tryggja að innihald þeirra verði eigi not-
að á þann hátt, sem verða kynni til ama þeim, sem þar koma við sögu,
eða þeim nákomnum. Þó er það ósk mín og vilji að leyfð séu afnot af
bréfum þessum hvenær sem er frá og með deginum í dag ef beiðni kem-
ur frani urn það vegna ákveðinna fræðilegra rannsókna og landsbóka-
vörður telur rétt að verða við þeirri beiðni vegna mikilvægis þess verk-
efnis sem fyrir kann að liggja, og vildi ég því hér með mega fela lands-
bókaverði að úrskurða um þetta í hverju tilfelli og leyfa eða synja um
afnot af bréfunum eftir því sem hann telur réttast.
148
Virðingarfyllst,
Áslaug Árnadóttir