Ritmennt - 01.01.2000, Page 154
RITMENNT
„MORGUNVERÐUR MEÐ ERLENDI í UNUHÚSl"
Kassi Erlends í Unuhúsi.
Ljósm. H.B. - Landsbókasafn.
hátt, en þar kom það síðar í ljós. Jafnframt var ritað á umbúðirn-
ar: „Opnist ekki fyrr en 1. janúar árið 2000." - Sú framvinda
mála sem hér hefur verið lýst er reyndar að því leyti ágiskun mín
að hvorki Grímur né Aslaug voru til frásagnar þar sem þau voru
bæði látin þegar að því kom að rofið yrði umrætt innsigli.
Þegar Áslaug afhenti gögn Erlends hafði hún haft þau undir
höndum í tvo áratugi. Á því tímabili hafði Ivar Orgland sendi-
kennari fengið aðgang að bréfum Stefáns frá Hvítadal eins og
fram kemur í bók hans, „Stefán frá Hvítadal, maðurinn og skáld-
ið", Reykjavík 1962, hls. 137, og hið sama er að segja um Peter
Hallberg sendikennara og prófessor, en í heimildaskrá og skýr-
ingum við „Hús skáldsins", Reykjavík 1970, bls. 277, er greint
frá notum hans á umræddum bréfum Halldórs Laxness sem þó
hafi orðið minni en skyldi þar sem hann hefði svo seint fengið
um þau vitneskju.
Á degi dagbókarinnar, 15. október 1998, var sett upp sýning
hér í safni, eins og lesa má um í Ritmennt á síðasta ári, 1999, hls.
149-52. Meðal sýningargripa var kassi Erlends sem þá vakti all-
nokkra forvitni gestanna.
Þegar verið var að vinna að undirbúningi dagskrár Reykjavík-
ur - menningarborgar Evrópu árið 2000 gerði Emilía Sigmars-
dóttir, fulltrúi Landsbókasafns Islands - Háslcólabólcasafns í
150