Ritmennt - 01.01.2000, Side 160
NORRÆN BÓKSÖGURÁÐSTEFNA í HELSINKI
RITMENNT
125 ára gamall! í Borgá var undir leiðsögn Folke Nybergs rekt-
ors skoðaður gamli menntaskólinn, Borgá Gymnasium, sem
stofnaður var 1723 og farið í bókasafn skólans sem er elsta opin-
bera bókasafn Finnlands og hefur að geyma ýmsa fágæta kjör-
gripi meðal hinna 30.000 bóka sem þar eru. Deginum lauk svo í
hátíðasal skólans með þremur erindum: Esko Hákli greindi frá
finnskum bóksögurannsóknum, Gunnar Broberg, prófessor í
hugmyndasögu við Lundarháskóla, fjallaði um hugmyndasögu
og bóksögu, og loks talaði Björn Dal, doktorsefni í bóksögu við
Lundarháskóla, um hin andstæðu hlutverk gömlu bókarinnar,
að vera samtímis upplýsingamiðill og sögulegur forngripur.
Á sunnudagsmorgninum bófst fundurinn með erindi Lys
Byberg, dósents við Oslóarháslcóla, þar sem hún fjallaði um
rannsókn á dansk-norskum bókmenntum á 18. öld. Karsten
Christensen, sagnfræðingur við Kaupmannahafnarháskóla, sagði
frá athugunum sínum á dönslcu bókbandi frá því fyrir siðaskipti
þar sem hann hefur borið saman spjaldslcreytingar í leit sinni að
ákveðnum bókbandsstimplum og með þeim hætti reynt að finna
bækur frá sama bókbindara eða bókbandsverlcstæði. Síðasta er-
indið, sem reyndar var ekki á upphaflegri dagskrá, flutti Sten G.
Lindberg, fyrrum deildarstjóri við Konunglega bókasafnið í
í Monrepos-safninu í háskóla-
bókasafninu í Helsinki.
Frá vinstri: Sten G. Lindberg,
Svíþjóð, Svend Bruhns, Dan-
mörku, og Erland Kolding
Nielsen, þjóðbókavörður Dan-
merkur.
Ljósm. Steingrímur Jónsson.
156