Ritmennt - 01.01.2000, Blaðsíða 161
RITMENNT
NORRÆN BÓKSÖGURÁÐSTEFNA í HELSINKI
Stokkhólmi og fremsti bókbandssögumaður á Norðurlöndum.
Þessi áttræði unglingur flutti mál sitt af slíkurn krafti og með
þvílíkri innlifun að minnstu munaði að maður kastaði öllu sínu
fyrir róða og hellti sér út í bókbandsrannsóknir!
Fundinum laulc með umræðu um NTBB og framtíð tímarits-
ins. Kom það helst fram að ritið mun breyta lítillega um nafn,
,biblioteksvásen' fellur brott en í stað þess lcemur ,bibliotelcs-
historia', skammstöfunin mun sem sagt standa óbreytt. Efni í
fyrsta heftið er tilbúið og næsta hefti komið vel á veg. Ákveðið
er að útgáfan hefjist að nýju á næsta ári, þ.e. árið 2000, og að því
stefnt að koma út tveimur heftum árlega. Nokkrar umræður
spunnust um hvort gefa skyldi út ritið á ensku til að ná út í hinn
stóra heim, en flestir töldu að frekar bæri að stefna að því að gefa
ritið út fyrir norræna lesendur. Erland Kolding Nielsen, þjóð-
bókavörður Dana, minnti á að stundum hefðu birst greinar á
ensku, þýsku eða frönsku, og taldi það ágæta lausn þegar efni
greinanna höfðaði til breiðari lesendahóps en hins norræna, og
voru rnenn sammála honum. Einnig mætti gefa út einstök
þemahefti á ensku ef mönnum sýndist svo.
Allir þjóðbókaverðirnir sitja í ráðgefandi ritnefnd, en ritstjórn-
in mun að rnestu skipuð Dönum til að byrja með, og hafa Hen-
rik Horstboll, Karsten Christensen og Charlotte Appel mest
unnið að undirbúningi þeirra hefta sem eru á döfinni. Rætt hef-
ur verið um að önnur Norðurlönd geti svo smám saman tekið
við ritstjórnarstarfinu.
í heild var norræna bólcsöguráðstefnan í Helsinki hin áhuga-
verðasta, og hópurinn náði vel saman. Finnarnir með Esko Hákli
í fararbroddi stóðu sig frábærlega vel í gestgjafahlutverkinu og
gerðu öllum þessa daga ógleymanlega. Ekki hefur neitt verið um
það talað að halda svona ráðstefnu að nýju, en það væri þó án efa
gagnlegt að endurtaka þetta eftir nokkur ár og þá í Danmörku,
Svíþjóð, Noregi eða á íslandi.
Steingrímur fónsson
Leiðrétting
í Ritmennt 4 (1999) er innfellt blað andspænis bls. 128 með upp-
dráttum af Þjóðarbókhlöðu. Þar hafa víxlast grunnmyndir 1. og
4. hæðar byggingarinnar.
157