Vera - 01.04.2002, Blaðsíða 3
Foreldrar bera líka ábyrgö
Um síðustu verslunarmannahelgi voru rúmlega tuttugu nauðganir á
útihátiðum tilkynntar - kannski bara toppurinn á isjakanum - sum-
ar nauðganir eru nefnilega aldrei tilkynntar, hvað þá kærðar. Frétt-
ir af þessu vöktu óhug og dómsmálaráðherra skipaði nefnd til að
gera eitthvað í málinu. Nú fer senn að líða að næstu verslunar-
mannahelgi og ekki seinna vænna fyrir nefndina að koma á fram-
færi skilaboðum til þeirra sem þurfa að heyra þau. Þau gætu hljóm-
aö eitthvað á þessa leið:
fyrir aö vekja máls á því á borgarstjóraráðstefnu Evr-
ópskra borga aö nektardansmeyjar hér á landi hafi í
auknum mæli leitað eftir fóstureyðingum og virðist
búa við ófullnægjandi heilsugæslu. Það er mikilvægt
að slíkar upplýsingar komi frá þeim sem hafa þurft að
takast á við vandamálið, t.d. úr heilbrigðiskerfinu.
' ' \ J, 't ' „ f * 1 Vs ,
Ungir framsóknarmenn
Strákar! Komið fram við stelpur af virðingu, þeim finnst ekki gott að
láta nauðga sér þó það mætti halda af sumum klámmyndum.
Stelpur! Berið virðingu fyrir sjálfum ykkur og gerið ekkert í kynlífi
sem þið viljið ekki. Farið varlega með áfengi. Sumir strákar halda að
gera megi hvað sem er við áfengisdauða stelpu.
fyrir aö leggja til aö unniö verði að betrumbótum i
málum er snerta kynlíf ungs fólks, t.d. að verð á getn-
aðarvörnum verði lækkað og auðveldara verði að leita
til lækna vegna kynsjúkdóma. Ungt fólk þarf sjálft að
skapa hugarfar ábyrgðar í staö þess að það sé prédik-
un „að ofan".
I þessu blaði fjöllum við um kynlífssiðferði ungs fólks og ræðum
m.a. við fjóra unglinga um þetta viðkvæma mál. Það er ekkert nýtt
að samskipti kynjanna séu sveipuð alls kyns vandræðagangi og ekki
hægt að segja að hér áður fyrr hafi þetta allt verið í besta lagi - for-
eldar hafi talað hreint út við börnin sin og uppfrætt þau um kynlíf.
Siður en svo. Það sem virðist hins vegar alvarlegra nú er að mörkin
hafa færst lengra - ungir krakkar horfa á grófar klámmyndir sem
þau apa siðan eftir. í þessum myndum læra strákar að beita valdi og
stelpur að lúta valdi því fæstar klámmyndir eru geröar út frá kyn-
ðautn konunnar.
Ymsar sögur hafa gengið af niðurlægjandi kynlífsathöfnun ungs
fólks en ekki er rétt að alhæfa að slíkt eigi við um hinn breiða fjölda.
Fregnir frá Neyðarmóttöku vegna nauðgana á Landspitalanum um
aö þangað leiti fólk á öllurn aldri vegna grófari misbeitingar gefa
hins vegar til kynna að það þarf að veita viðspyrnu. Það þarf að
sfoppa innflutning á grófu klámefni til landsins og þar kemur til
kasta lögreglunnar sem á að hafa eftirlit með því hvað er á boðstól-
urT1 á myndbandaleigum og ástarvörubúðum.
Foreldrar þurfa líka að taka sér tak og þora að ræða við börn sín
Urn kynlíf. Sú ósk kemur skýrt fram í samtölum við unglingana hér í
hlaðinu. Þeim finnst skorta meiri fræðslu um tilfinningalega hlið
kynlífsins (þau segjast vel heima í þeirri tæknilegu) og vildu gjarnan
r®ða slíkt viö foreldra sína. Það er nefnilega ekki hægt að vísa
abyrgðinni frá sér yfir á einhverja aöra. í þessu efni ber samfélagið
allt ábyrgð og sú ábyrgð nefnist siðferði.
fyrir að að dæma konu rétt til hlutdeildar i lifeyrisrétt-
indum fyrrverandi eiginmanns hennar en hún hafði
verið heimavinnandi í fimmtán ára hjúskap þeirra á
meöan hann aflaði lifeyrisréttinda. Þetta er mikilvægt
skref í því að viðurkenna vinnuframlag heímavinnandi
kvenna. Vonandi mun Alþingi stiga skrefiö til fulls og
festa í lög rétt heimavinnandi aðila til hlutdeildar í
lífeyrisrétti maka ef til skilnaðar kemur.
telst fullnægj-
andi, að mati starfshóps ríkissaksóknara sem segir aö i
mörgum tilfellum hefðu lyktir getaö orðið aðrar með
betri rannsókn lögreglu. 53 mál voru send frá lögreglu
til ríkissaksóknara á timabilinu sem rannsakað var og
voru allir kærendur konur. 44°/o þeirra voru á aldrinum
14 til 19 ára.
Netsiðan reykjavik.com
fyrir samstarf við nektardansstaðinn Bóhem um ein-
hvers konar happdrætti þar sem „heppnir" vinnings-
hafar fá frían einkadans. Bóhem er enn undir lögreglu-
rannsókn, m.a. vegna ásakana dansara sem þar störf-
uöu um að liafa veriö þvingaðar í vændi.
fyrir að birta tvær síður með nektarniyndum í blaðinu
19. apríl. Mæöur höfðu samband við Veru og sögðust
ekki kæra sig um að láta börn sín komast í þetta blað.
Er ekki nóg af klámblöðum á markaönum eða er svona
mikil gúrkutíð í unglingafjörinu?