Vera


Vera - 01.04.2002, Blaðsíða 68

Vera - 01.04.2002, Blaðsíða 68
: Mm •pfnriujiiníío Breytt jafnréttislög Meö lögum nr. 96/2000 um jafnan rétt og jafna stööu kvenna og karla varö mikil breyt- ing á jafnréttislöggjöfinni á íslandi. Jafnrétt- ismálin hafa veriö í stööugri mótun. Þessi grein fjallar í stuttu máli um ofangreind lög. Ástæöur þess aö farið var í breytingar á lög- unum voru þó nokkrar en þó fyrst og fremst aö lítið haföi miðast í jafnréttisátt á ýmsum sviöum og aðferðafræði og verkefni höföu breyst frá því í tíð eldri laga. Með lögunum átti aö stuðla aö því aö konum og körlum séu sköpuö jöfn tækifæri til aö nýta krafta sína og aö þeim sé ekki mismunað á grundvelli kynferðis. Einnig var höfö hliðsjón af skuld- bindingum stjórnvalda á þessu sviöi meö til- komu EES-samningsins. Fyrsti kafli laganna fjallar um markmið og gildissvið þeirra. Þeim er m.a. ætlað að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og þannig jafna stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. í öðrum kafla er talað um stjórnsýsluna á þessu sviði. Með lögunum var sett á fót ný stofn- un sem er Jafnréttisstofa. Hún er með aðsetur á Akureyri. Með lögunum eru einstaka hlutar stjórn- sýslunnar skildir að þannig að kærunefnd jafnrétt- ismála, Jafnréttisráð og Jafnréttisstofa eru að- skildir aðilar og ekki háðir hver öðrum. Jafnréttis- stofu er ætlað víðtækt hlutverk með lögunum. Jafnréttisstofa hefur mjög sérstaka aðstöðu að því leyti að skv. 5. mgr. 3. gr. I. nr. 96/2000 hefur hún heimild til aö höfða mál við ákveðnar aðstæður. Svo virðist sem þessi réttur sé einstakur fyrir stofnanir á vegum ríkisins. Hér er ekki um að ræöa heimild til að höfða mál í eigin þágu, heldur höfða mál fyrir aðra sem talið er að hafi víðtæk áhrif í átt til jafnréttis. Málsmeðferðarreglur fyrir kæru- nefnd jafnréttismála eru orðnar skýrari. Verkefni hennar er að taka til meðferðar og gefa skriflegt rökstutt álit um hvort ákvæði laganna hafi verið brotin. Erindi þarf aö berast henni innan árs frá því að ætlað brot á sér stað. Kafli þessi fjallar um ým- islegt fleira og má þá nefna að Jafnréttisráði er ætlað það hlutverk að stuðla að jöfnuði á vinnu- markaði. Félagsmálaráðherra ber aö gera áætlun á þessu sviði til fjögurra ára. Sveitarstjórnum ber að skipa jafnréttisnefndir. Sú nýjung átti sér stað að í hvert ráðuneyti ber að skipa jafnréttisfulltrúa. Hér er um mikilvæga breytingu að ræða sem á aö stuðla að samþættingu jafnréttissjónarmiða I ráðuneytunum. Skylt aö gera jafnréttisáætlun Þriðji kafli fjallar um réttindi og skyldur. Ýms- ar skyldur eru lagðar á vinnumarkaðinn vegna þessara mála. Þeim ber m.a. aö vinna að því að jafna stöðu kynjanna. Sú nýjung er þó að skylt er sérhverju fyrirtæki með 25 starfsmenn eða fleiri að gera jafnréttisáætlun eða geta um jafnrétti kynja í starfsmannastefnu sinni. Atvinnurekanda ber að greiða konum og körlum jöfn laun og skulu þau njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sam- bærileg störf. Laun eru skilgreind mjög víðtækt og ná einnig til hvers konar frekari þóknunar, beinn- ar eða óbeinnar og fleira. Laus störf skulu báðum kynjum opin svo og möguleikar til endurmenntun- ar. Einnig ber vinnuveitanda að stuðla að sam- ræmingu á fjölskyldulífi og atvinnulífi. Fræðsla um þessi mál á að eiga sér stað í menntastofnunum. í nefndum og ráöum og stjórnum ber að stuðla að 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.