Vera


Vera - 01.04.2002, Blaðsíða 24

Vera - 01.04.2002, Blaðsíða 24
rosalega flegin. Ég meina, tískan er meira orðin svona kynæsandi og þetta er ekki bara í framhaldsskólum. Maður sér þetta líka í áttunda og níunda bekk, stelpur í einhverjum bol sem er alveg opinn á bakinu og stutt pils. Dagný: Mér finnst ekki endilega slæmt að vera í einhverju kynæsandi, maður þarf kannski ekki að vera í einhverri lopa- peysu. Bara að hver fíli sig sem best, þurfi ekki að skilgreina sig eins og allir hinir. Dagný: Mér finnst að þær stelpur sem vilja megi alveg klæða sig eins og Britney Spears án þess að þær séu „að bjóða uppá eitthvað". Það er alltaf talað um að stelpur séu að bjóða uppá eitthvað ef þær eru ekki nógu mikið klæddar. Að hún sé búin að bjóða uppá að sofa hjá honum vegna þess að hún klæddi sig svona. Mér finnst að stelpur megi klæða sig ná- kvæmlega eins og þær vilja, hvort sem það er í siðgalla- eða stuttbuxur, að það sé ekki búið að stimpla þær sem hrein mey, ömmustelpur eða druslur. Teljið þið að það séu gerðar svipaðar kröfur til stelpna og stráka um kynlíf og útlit? Dagný: Miklu minni kröfur til stráka. Það er kannski einhver þrýstingur á þá en þeir komast mjög auðveldlega upp með að pæla ekki í því hvernig þeir líta út, en það gera stelpur ekki. Eitthvað að lokum? Dagný: Það ætti að vera meira viðurkennt að unglingar stunda kynlíf. Og að stelpur og strákar eigi að taka meira til- lit til hvors annars í kynlífi. Og að krakkar tali meira um kyn- líf, ekki bara eftir á, líka áður. Pési: Já, stelpur eiga bara að vera fallegar, það er búiö að koma þeirri hugmynd inn og það eru gaurar sem sjá um að hanna tískuna. Nadía: Mér finnst það líka vera þannig að ekki sé hægt að vera kynæsandi nema fylgja vissri tísku. Það sé ekki hægt með því að vera bara maður sjálfur. Jú, ef einhver þekkir mann vel er það hægt. En ef maður kæmi í einhverri lopa- peysu í partí myndi enginn líta við þér. En ef þú kæmir í ein- hverju þröngu þá myndu allir taka eftir þér. Og það eru meiri kröfur á stelpur en á stráka. Stelpur taka meira eftir karakt- er hjá strákum. Pési: Maöur tekur vanalega eftir fallegum stelpum. Krissi: Það er ekkert verra að þær séu flottar. Pési: Stelpur eru meiri tilfinningaverur og leita aö strákum með persónuleika. Strákar eru að leita að stelpum sem eru flottar en leggja ekki eins mikið uppúr persónuleika. Dagný: Ef stelpa heldur sér ekki nógu mikið í tískunni, er í þröngum buxum og einhverju svona, þá er hún bara kölluð lessa eða feministi eöa eitthvað. Hvað finnst ykkur um þessa Britney Spears fyrirmynd, að vera brjálað kyntákn en halda fast í meydóminn? Krissi: Ég veit ekki, hún er að halda í meydóminn útaf krist- inni trú þannig að það er náttúrlega svolítið annað að fara að taka hana sem fyrirmynd og byrja að trúa á Guð og halda í meydóminn þannig. Nadía: Flestir vita að hún er ekkert svona í alvörunni. Hún er bara gerð svona. Hún er bara söluvara. En ég sá viðtal við hana um daginn þar sem var verið að gagnrýna hana fyrir tónleika þar sem hún reif utan af sér fötin og var þá í fötum sem voru eins og líkami. Og hún sagði, þetta er bara ég, og hún má það alveg. En það sem hún fattar ekki er að hún er rosalega fræg og hefur rosaleg áhrif. Og svo veit maður ekki hvernig litlar stelpur taka þessu. Eins og litla frænka mín sem er átta ára. Hún borðar það sem hún vill en er samt alltaf með áhyggjur af því að vera of feit. Ef hún fer í þröng föt vill hún halda inní sér maganum. Hún er bara átta ára. Nadía: Það mætti líka leggja áherslu á að vera ekki með svona neikvæða umræðu því þetta er ekki allt neikvætt, það er ekki allt vont við þetta. Mér finnst að unglingar sem byrja að stunda kynlíf snemma eigi ekki að þurfa að skammast sín fyrir það. Pési: Tantra kennsla í skólann. Það eru mín skilaboð, í dönsku tíma. 1 Krissi: Mér finnst samt þetta klám alveg rosalegt og þessi Tantra þáttur. Þaö var eiginlega verið að gera nákvæmlega það sama í þeim þáttum, bara meiri hljóð- effeetar í klámmyndunum, og jú, kertaljós útum allt. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.