Vera


Vera - 01.04.2002, Blaðsíða 30

Vera - 01.04.2002, Blaðsíða 30
Allar stelpurnar fóru í keppnina meö þeim fyrirvara aö þetta væri nútímaleg feguröarsamkeppni þar sem ekki þyrfti aö koma fram á sundbol. Fljótlega kom í Ijós aö viö áttum samt aö koma fram á sundbol fyrir framan dómnefnd. í|íf;ífví'íSí'A'k •émm '-A< ipsfíl Þú upplifðir þig öðruvísi en hina keppendurna. Hvað þykir þér þá einkenna stelpur sem taka þátt í fegurðar- samkeppni? „Ég vil ekki vera að alhæfa neitt, en það sem sló mig alveg út af laginu var að allar stelpurnar fóru i keppn- ina með þeim fyrirvara að þetta væri nútímaleg fegurð- arsamkeppni þar sem ekki þyrfti að koma fram á sund- bol. Fljótlega kom í Ijós að við áttum samt að koma fram á sundbol fyrir framan dómnefnd. Ég fór aö spá í það hvort við ætluðum ekki allar að malda í móinn, en hin- ar stelpurnar kyngdu því eins og ekkert væri sjálfsagð- ara og pældu bara ekkert í þvi. Þær voru í keppni sem snerist um þær, en voru samt ekki að ætlast til þess að fá að vera sjálfar við stjórnvölinn." „Þær voru margar hverjar hræðilega ósjálfstæðar þessar stelpur," bætir Sigrún við. Hvað kom þér mest á óvart við þessa reynslu? „Það kom mér algerlega í opna skjöldu hvað ég fékk mikla athygli út á þetta keppnisstand og mér fannst það satt að segja mjög ógnvekjandi. Ég hafði áður verið að vasast í ýmsum hlutum, hafði verið meö sjónvarpsþátt og var á svipuðum tíma að frumsýna stuttmynd í Há- skólabíói, en enginn hafði sérstaklega orð á því. Þegar myndir fóru að birtast af mér vegna keppninnar var skyndilega eins og fólk sækti í að tala við mig og hrósa mér fyrir hvað mér gengi vel í lífinu. Ættingjar sem ég hafði ekkert heyrt frá um langa hríð sendu mér blóm og litlar frænkur sem ég hafði aldrei talað við komu í heim- sókn til þess að fræöast um keppnina. Gamli grunnskól- inn minn bauð mér meira að segja að koma í skólann til þess að miðla ungum stúlkum af reynslu minni!" Hrönn segir að sér hafi ofboðið hversu mjög er alið á því að stelpur velji sér óhemju metnaðarlausar fyrir- myndir, þegar annað er uppi á teningnum þegar strákar eru annars vegar. „I sjónvarpinu eru tildæmis vísindakeppnir, spurn- ingakeppnir og íþróttakeppnir sem byggja á þjálfun, gáfum og hæfileikum, en þar eru eintómir strákar. Einu keppnirnar sem sjónvarpað er frá þar sem stelpur taka þátt eru fegurðarsamkeppnirnar, þar sem allt snýst um að vera sæt. Það sem er ógnvekjandi er að 80% stelpna á íslandi myndu ekki komast inn í svona keppni þó að þær reyndu af öllum mætti. Þær passa bara ekki inn í staðlana. Samt er alið á þessum draumum og ýtt undir þá." Sigrún bætir við: „Að taka ungar stelpur og gera úr þeim söluvöru er svo siðferðilega valt. Hver er munurinn á því og að láta konur labba naktar í hring á súlustöð- um? Þegar allt kemur til alls snýst þetta um að selja. Ég get svarið aö árið 1970 datt mér ekki annað í hug en að þetta yröi út úr myndinni árið 2000. Hvílík vonbrigði!" „Þetta snýst um að selja og í raun eru allar stelpurn- ar að selja sig, en meinið er að þær fá ekkert borgað. í þessari keppni sem snýst um stúlkurnar fá allir borgað nema þær. Hins vegar er þetta ómældur aukakostnaður, fyrir utan allan tímann sem fer í æfingar og slíkt. Það þarf að kaupa kjóla og skó og fara i Ijós og líkamsrækt og svo fær maður ekki einu sinni einn boðsmiða á keppnina. Nánustu aðstandendur þurfa að kaupa sig inn fyrir morð fjár. Aðalskemmtikraftarnir þurfa að borga með sér!" Mæðgurnar hlæja dátt. Þú hefur sagt að þú hafir ætlaö að vinna keppnina. „Já mig langaði svo að komast í Miss World, þar hefði ég getað gert frábæra mynd sem um leið hefði verið alþjóðleg. En við neitum því ekki að maður sogast inn i svona keppni. A tímabili vorum við orðnar alveg geðveikar, við fylltumst þvílíku keppnisskapi. Ég fór í megrun og var að hugsa um að spandéra á mig cellu- lite-rassanuddi þó að ég ætti engan pening. Mig lang- aði allt í einu að gera allt til þess að auka sigurmögu- leika mina." „Og ég fór að segja: „Hrönn mín, þú verður að drífa þig í Ijós, manneskja, þú ert allt of hvít!" segir Sigrún. „Ég fann að ég átti meiri möguleika en aðrar stelpur bara ef ég væri nógu sæt! í rauninni stóð útlitiö í veg- inum. Það er hægt að fara svo langt í þessu dóti sem búið er til til þess aö gera konur fallegri, þetta er heill frumskógur sem hægt er að villast í og við urðum alveg brjálaðar. Við spáðum í hárlengingu og rafmagnsmeð- ferð til þess að losa mig við ör sem ég hef í andlitinu og við fórum líka að velta því fyrir okkur hvort við hefðum eitthvað á hinar stelpurnar í keppninni og urðum mjög kvikindislegar á tímabili," segja mæðgurnar skömmustu- legar. Þegar fegurðardrottningar eru spurðar segjast þær gjarnan hafa lært svo mikið af því að fara í fegurðar- samkeppni. Hvað lærðir þú? „Ég lærði náttúrlega heilmikið um mataræði og svo lærði ég að ganga á háhæluðum skóm," segir Hrönn og hugsar sig um. Mamma hennar bætir við með nokkrum þjósti: „Og þú lærðir hvað þetta er allt saman fáránlegt!" og Hrönn svarar henni: „En ég lofaði líka sjálfri mér eft- ir þessa reynslu að gera aldrei neitt aftur sem myndi byggja á útliti mínu fremur en hæfileikum." En hvað eru þær að meina þegar þær segjast hafa lært mikið? „Þetta er bara einhver rulla sem allir detta í að spila. Æfingarnar snerust um aö spyrja: „Hvar fékkstu þessa skó?" En síöan þegar komiö var í fjölmiðla fóru þær að spila sömu gömlu plötuna. Hvað þetta væri þroskandi og mikil reynsla. Þetta er ímynd keppninnar sem ekki má skemma. Það er líka kjarninn í lögbanninu. Þær voru ánægðar meö það að ég væri að mynda keppnina, en þegar pirringur minn jókst og ég fór aö gera í þvi að vera ööruvísi, þá kom annað hljóð í strokkinn. Ég mætti í Kringluna í síðum nærbuxum með Byko húfu, þegar 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.