Vera


Vera - 01.04.2002, Blaðsíða 17

Vera - 01.04.2002, Blaðsíða 17
En hver er hin breytta kynhegðun íslenskra unglinga? Ekki hafa verið gerðar margar kannanir né rannsóknir á kynhegðun ís- lenskra unglinga, fyrir utan rannsókn sem Anna I. Arnarsdóttir gerði árið 1993 (Könnun á við- horfum ungs fólks á getnaðarvörnum og kynlífi). Hins vegar er glöggt hægt að greina aukna umræðu um kynlíf unglinga í fjölmiðlum að undanförnu. Til dæmis birtist í Morgunblaðinu 10. febrúar sl. grein- in „Ung og neyslugjörn" eftir Hildi Einarsdóttir þar sem höfundur greinir þær breytingar sem hafa átt sér stað í unglingamenningu á Islandi og leggur sér- staka áherslu á breytta kynhegðun íslenskra ung- linga og fær ýmsa fagaðila til að greina þær breyt- ingar. Ekki er hægt að neita því að öll umræða um kynlíf og tilvísanir í kynlíf hefur orðið mun sýnilegri í nútíma samfélagi. I dag virðast unglingar fá upp- lýsingar um kynlíf og kynferðislega hegðun frá fleiri áhrifavöidum en börn gerðu áður fyrr. Breytingarn- ar sem átt hafa sér stað í íslenskri unglingamenn- ingu eru þó langt frá því að vera einsdæmi því að í öllum vestrænum ríkjum fer kynlífsfræðsla fram á sama hátt og er ekki lengur bundin við skipulagða fræðslu skóla eða foreldra. Eftir því sem kynlíf verð- ur sýnilegra og umræðan „opnari", fá unglingar meiri óbeina fræðslu í gegnum hina ýmsu fjölmiðla og ekki síst í gegnum Internetið. Ekki eru allir sam- mála um notagildi þessarar fræðslu og margir telja hana fela í sér ranghugmyndir um hvað teljist vera „eðlilegt" kynlíf. Munnmök, endaþarmsmök, hópkynlíf Það er mjög áhugavert að velta fyrir sér hvaða breytingar hafa átt sér stað í kynhegðun islenskra unglinga. í fyrrnefndri grein kemur fram að ýmis til- raunastarfsemi sé orðin mun algengari en áður fyrr, s.s. munnmök, endaþarmsmök, hópkynlíf og annað í þeim dúr . Er þá talið að oft sé vilji einstaklingsins ekki virtur í þessum efnum þar sem of mörg dæmi eru um að fólk á öllum aldri komi á Neyðarmóttöku Landspítalans í Fossvogi vegna slæmrar kynlifs- reynslu. Haustið 2001 birtist grein á action.is er nefndist Hópkynlíf unglinga. Þar segja þrjár ungar stelpur frá því hvað er í raun og veru að gerast í neðanjarðar- partíum stórborgarinnar þar sem kynlíf, eiturlyf og ósiðlegheit þrifast. í þessum partíum eru ungar stelpur fengnar til að taka þátt í hinum ýmsu kyn- lífsathöfnum með strákum og fá „að launum" ókeypis eiturlyf og áfengi. Samkvæmt þessari grein eru stúlkurnar á aldrinum 13 -16 ára en drengirnir 17 - 24 ára. Greinarhöfundurinn virtist þó áhuga- samastur um að vita hvers vegna stelpurnar taka þátt í þessu en ein spurning hans var: „Hvers vegna fáið þið ykkur ekki bara kærasta?" Meiri áhyggjur af stelpum heldur en strákum En hverjar eru raunverulegar áhyggjur fólks af kyn- lífi unglinga? Er þaö tilhugsunin um í hverju ung- Ef einstaklingur var kominn á tvítugsaldur virtist möguleikinn á því aö hafa val ekki leng- ur viö lýði. Hver sá sem var ennþá hrein mey eöa hreinn sveinn eftir tvítugt var ekki talinn meö réttu ráöi. lingar eru að taka þátt eða eru ef til vill einhverjar aðrar undirliggjandi áhyggjur? Að mínu mati er nauðsynlegt að velta því fyrir sér hvernig umræðan um kynhegðun unglinga er mótuð. í hinni ríkjandi umræðu um kynhegðun íslenskra unglinga er meiri áhersla lögð á hegðun ungra stelpna heldur en stráka og hin „óheilbrigða kynhegðun" unglings- stelpna mikið áhyggjuefni. Einu skiptin sem fólk virðist hafa áhyggjur af kynhegðun unglingsstráka er þegar rætt er um áhrif kláms á hugmyndir ungs fólks um kynlíf. Kynlífshegðun þeirra er sjaldan álit- in vera til vandræða eða „óheilbrigð" fyrir sjálfsmat þeirra. En hvers vegna er þetta svona? Það þarf ekki að líta langt um öxl í íslenskri sögu til minnast um- deilds áhyggjuefnis um kynhegðun íslenskra kvenna. „Ástandið" fræga á hernámsárunum sýndi vel ríkjandi hugmyndir um „óæskilega" hegðun ís- lenskra kvenna. I bók sinni Ur fjötrum lýsir Herdís Helgadóttir vel því viðhorfi sem var ríkjandi hér á landi um hlutverk og stöðu íslenskra kvenna í her- setnu landi. Miklar breytingar hafa átt sér stað hvað varðar réttindi og stöðu kvenna á íslandi síðan þá. Hinar ýmsu kvenréttindahreyfingar hafa séð til þess að staða kvenna breyttist til hins betra og konur fengu aukin réttindi. En þrátt fyrir mikla áherslu á jafnrétti og frelsi einstaklingsins er enn grunnt á mismunun í málefnum er varða kynlíf og kynhlut- verk í flest öllum vestrænum rikjum. Það er því nauðsynlegt að skilja hvaða hugmyndir þetta eru og hvernig við lærum að hegða okkur samkvæmt gild- um samfélagsins. Aö missa sveindóminn / meydóminn Frá unga aldri lærum við að stelpur og strákar eru óneitanlega ólík og þessum muni kynjanna er við- haldið í gegnum fjölmiðla, skóla, kirkju og samfé- lagið i heild sinni. Börn læra fyrir tveggja ára aldur að þau eru annað hvort stelpa, eins og mamma, eða strákur, eins og pabbi. Upp úr því fara börn að hegða sér samkvæmt sínu kyni og kynhlutverkin mótast að mörgu leyti af því að fylgjast með for- eldrum sínum. Margir femínistar hafa velt vöngum yfir þvi hvernig börnum og unglingum er kennt að upplifa og skilja kynlíf. í mörgum vestrænum sam- félögum er því haldið fram að með fyrstu tíðablæð- ingum verði stelpan að konu. Strákar á hinn bóginn verða að manni með því að hafa kynmök í fyrsta sinn. Það verður því mikilvægur þáttur í lífi drengja að missa sveindóminn. En meydómurinn hefur ann- ars konar mikilvægi og er ekki tengdur þeirri hug- mynd að missa hann við fyrst tækifæri sem gefst. Stelpum er kennt að tengja saman kynlíf og ást, með áherslu á að stúlkur muni aðeins geta notið kynlífs til fulls með stráki sem þær elska. Þessum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.