Vera - 01.04.2002, Blaðsíða 40
Bjarney á fræðslukvöldi í Alþjóðahúsi
fyrir rússneskumælandi fólk.
lands en hélt svo ein áfram til Egyptalands, ferð-
aðist um Zinai eyðimörkina og til Palestínu. „Mér
fannst ekkert mál að ferðast ein. Það voru marg-
ir jafnaldrar mínir að ferðast líka og ungt fólk á
auðvelt með að kynnast við slíkar aðstæður. Næst
lá leiðin til New York að heimsækja bróður minn
og þar réð ég mig í vinnu sem móttökuritari í tvo
mánuði. En svo var komið að því að fara í skóla og
ég skráði mig í deild sem nefnist „humanities" við
háskólann i Minneapolis. Líklega er best að kalla
það menningarrýni sem ég var að læra, þar sem
okkur var kynnt fjölmiðlafræði og kvikmynda-
gerð og lærðum að greina bókmenntir og kvik-
myndir út frá sögu og pólitík. Tilgangurinn er að
gera sér grein fyrir þeirri hugmyndafræði sem
liggur aö baki menningarafurða og sjá verkin í
sögulegu og pólitísku Ijósi. Listaverk eru ekki heil-
agur sannleikur heldur afurð þess tíma sem þau
eru sköpuð á. Á þennan hátt rýndum við í allt frá
sköpunarsögu Babýloníumanna til nýjustu bíó-
mynda. Þetta var mjög skemmtilegt og mig lang-
aði að verða kvikmyndafræðingur. Ég kunni mjög
vel við mig í Bandaríkjunum og fór þangað aftur
eftir að hafa lokið mannfræðinni hér heima 1994.
Samfélagið er svo lifandi og fjölbreytt og mörkin
óljós milli menningarheima. Þarna býr fólk frá
öllum heimshornum og ég gat setið heilu dagana
og notið þess að horfa á allan þennan fjölbreyti-
leika. í skólanum var fólk frá ýmsum löndum. Mér
finnst ég læra mikið af því að umgangast fólk af
öðrum uppruna, bæði um sjálfa mig og um
menningu þeirra. Þetta voru líka sérstakir tímar,
t.d. man ég vel þegar Bandaríkjamenn réðust inn
í írak í janúar 1991 í því skyni að bjarga Kuwait.
Sú árás hafði mikil áhrif á skólafélaga mína frá
nágrannaríkjum eins og Túnis og Marokkó. Þau
óttuðust um fólkiö sitt og afleiðingar þessa
stríðs."
og jafnvel á Vesturlöndum. Þetta var mikið í um-
ræðunni í aðdraganda kvennaráðstefnu Samein-
uðu þjóðanna í Peking 1995. Þetta gerist þegar
þjóðarleiðtogar, yfirleitt karlkyns, tala fyrir hönd
kvenna um réttindi sem þær eiga að njóta en kon-
ur í sama landi, sem eru í óháðum félagasamtök-
um, eru ekki sammála og krefjast meiri réttinda.
Það er þá skoðun þjóðarleiðtoganna að það sam-
ræmist ekki menningu landsins að konur njóti svo
mikilla réttinda. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna
eru það svo valdhafarnir sem hafa orðið en ekki
konurnar. Ég lagði metnað í þessa ritgerð og leit-
aði m.a. heimilda á mannréttindaskrifstofunni í
Kaupmannahöfn og á bókasöfnum í New York
þegar ég átti leið til þessara borga. Leiöbeinendur
mínir í þessu verkefni voru Jóhanna K. Eyjólfs-
dóttir, sem kenndi mannréttindi og mannfræði,
og Haraldur Ólafsson prófessor."
Bjarney gerðist félagi í Amnesty International
þegar samtökin voru kynnt i Mennatskólanum við
Hamrahlíð og tók virkan þátt í starfsemi þeirra
um árabil, var m.a. I stjórn um tveggja ára skeið á
háskólaárunum. „Ég og vinkona mín byrjuðum að
vinna af krafti með Amnesty þegar fréttir bárust
af morðum á götubörnum í Suður-Ameríku. Okk-
Bjarney nam mannfræði viö HÍ á árunum
1991 til 1994 og vann um leið í föndurbúð,
við skúringar og bjó til skartgripi sem hún
seldi. Hún tók sem sé ekki námslán. Henni fannst
námið skemmtilegt en finnst mun minni kröfur
gerðar um sjálfstæö vinnubrögð og sjálfstæða
hugsun nemenda í Háskóla íslands en bandarísku
háskólunum. Þarstýra kennarar nemendum meira
við að afla sér þekkingar og miðla henni til skóla-
félaganna en hér er meira um utanbókarlærdóm
og krossaspurningar þangað til kemur að BA rit-
gerðinni. Þá eiga nemendur allt í einu að vinna
sjálfstætt.
„BA ritgerðin mín fjallaði um það hvernig
þjóðarleiðtogar geta misnotað menningarlega af-
stæðishyggju í pólitískum tilgangi með tilliti til
mannréttinda kvenna. Dæmi um þetta er að finna
hjá þjóðarleiðtogum í Asíu og Mið-Austurlöndum,
í Alþjóöahúsi fer
fram menningar-
fræösla fyrir
íslendinga þar sem
kynnt er menning og
matur annarra þjóöa.
Hér dansar Josy
Zareen magadans.
40