Vera


Vera - 01.04.2002, Blaðsíða 67

Vera - 01.04.2002, Blaðsíða 67
í júní 1996 birti breska timaritið Men's Health úrslit könnunar. Þessi könnun gaf til kynna að meðal 35 ára og eldri voru kvæntir karlmenn með börn hamingjusamastir. Óhamingju- samastar voru eiginkonur þeirra. lengur orka aö berjast gegn þessum til- finningum. Já, og svo má ekki gleyma lifsklukkunni sem tifar (eða svo er mér sagt). Dæmisöguviðbrögðin: (Þessi er uppá- haldið mitt!)„Sko, litla systir mín, hún var alveg eins og þú þegar hún var lítil, alltaf að hugsa um feminisma og þoldi ekki aö elda. En siðan þegar hún var 25 ára fann hún tuanninn sinn sem hún elskar út af lífinu, hætti í skóla, fór að vinna fyrir fjölskyldunni (þú veist, hann var í lögfræðinni) og núna í dag á hún fjögur börn og hann er lögfræðingur og hún er heima og elskar að vera heimavinnandi og..." Hræðsluviðbrögðin: „En hver á að sjá um þig þegar þú ert gömul? Verðurðu ekki einmana?" Það eru einmitt þessi seinustu rök sem koma mér alltaf jafn mikið á óvart. Við eigum að lifa á 21. öldinni svokall- aðri og fólk sér börn ennþá fyrir sér sem fjárhagslegt öryggi í framtíðinni, sem nokkurs konar skuldabréf af holdi og blóði. En á sama tíma þekki ég engan sem hýsir aldrað foreldri sitt heima hjá sér. Og ég þekki engan aldr- aðan sem myndi detta í hug að búa hjá ættingjum sinum. Ef það er eitt sem nútíminn hefur fært okkur, þá er það frelsið og bankakerfið og almanna- tryggingarnar sem gera okkur kleift að halda sjálfstæði okkar, jafnvel þegar við erum oröin gömul og lúin og get- um ekki búið ein. Heldur langar mig að búa á elliheimili heldur en að kúra uppi á háalofti hjá miðaldra barni og ráða ekki lengur yfir eigin heimili. Hin rökin sem þessi hræðsluáróður reynir að koma með er að ég verði óhemju einmana ef ég eignast ekki börn eða mann. Ég verð samt að segja að mín reynsla er akkúrat öfug. Þegar allt kemur til alls, þá erum við hin einhleypu og barn- lausu miklu frjálsari en ríggifta og barnmarga vinafólk okkar. Ég sé þær vinkonur mínar sem eru búnar að eignast barn að meðaltali þrisvar sinnum á ári. Þegar ég spyr þær hvað þær séu búnar að gera af sér, er fátt um svör. Þegar þær spyrja mig hvað ég sé að gera, og ég segi þeim frá ferðalaginu sem ég er að fara í, frá skólunum sem ég er búin að sækja um, frá partíinu sem ég fór I um síðustu helgi, og frá...Hvað segirðu Binna mín, ætlar þú ekkert að fara að finna þér mann?" Ókvenleg, ómóöurleg, ósamfé- lagsleg, óþjóöleg, óyndisleg Staðreyndin er sú að sífellt fleiri konur kjósa að eignast aldrei börn. Tölur frá Bandaríkjunum og Bretlandi frá árinu 1996 gefa til kynna að 20 prósent kvenna í þeim löndum munu aldrei eignast börn. Sérfræðingar telja að árið 2015 muni sú tala vera komin upp í 33 prósent. Hagstofa íslands er ekki með sambærilegar tölur fyrir ísland. Reyndar skildi upplýsingafulltrúi Hag- stofunnar ekki alveg hvaö ég var aö spyrja um. Ég þurfti að endurtaka mig þrisvar áður en hún skildi að ég væri að spyrja um (andköf) Konur Sem Ekki Eiga Börn. Þeim hefur víst ekki dottið i hug að þetta væri eitthvað til að rann- saka hér á íslandi. Reyndar bendir lítið til þess að við munum skera okkur mikið úr öðrum Evrópuþjóðum varðandi barnleysi. Á næstu árum og áratugum eigum við eftir að sjá gífurlega fjölgun para og einstaklinga sem hafna því að eignast börn og einbeita sér frekar að því að feröast og mennta sig og lifa lífinu. Eins og annars staðar í Evrópu hefur hægt mjög á fólksfjölgun hérna á ís- landi. Við erum loksins komin niður í fæðingarstuðulinn 2.1 barn að meðal- tali á konu, sem er svipað og annars staðar í Evrópu. Bendir margt til þess að þessi fæðingarstuðull eigi eftir að lækka enn meir. Og er þetta jafn tabú umræðuefni. Með því að lýsa yfir ósk sinni um barn- leysi á kona á hættu að teljast ókven- leg, ómóðurleg, ósamfélagsleg, óþjóð- leg, óyndisleg. Það eru ekki nema þrjá- tiu ár síðan feministar þorðu að ýja að því að ef til vill væru til konur sem ekki vildu eignast börn (og lögðu áherslu á „ef til vill" hlutann). Og okkur hefur ekki farið mikið fram síðan þá. Áhersl- an á móðureðlið og hlutverk móður virðist aðeins styrkjast með hverju ár- inu sem líður og flestir kjósa að gleyma því að hugmyndin um móðureðlið sé aðeins rétt rúmlega hundrað ára gömul. Nýliðafundur Bríetar Mánudaginn 27. maí næstkomandi verður haldinn kynningarfundur á starfsemi Bríetar, félagi ungra feminista. Fundurinn verður haldinn kl 19:00 í húsnæði MÍR á Vatnsstíg 10, 101 Reykjavík. Kaffi og léttar veitingar verða í boði. Verið öll velkomin. Bríet mælir með ■ ■ I Joan Smith: Breskur pistlahöfundur sem hefur skrifað fullt fullt af skemmtilegum pistlabókum. Og heila seríu af spennusögum um akademíska feministann Lorettu Lawson sem leysir morðgátur á milli þess sem hún skrifar hardcore fem- iníska teoríu... Aðstandendum Llngfrú Ísland.is: Fyrir að draga Bríeti, félag ungra feminista inn í alla umræðu um keppnina. Kynferðisafbrotadómum. Það er aldrei hægt að endurtaka þetta of oft: íslenska dómsvaldið er að brjóta gegn öllum íslendingum I dómum sínum í kynferðisafbrotamálum. Aðstandendum Ungfrú Ísland.is: Fyrir að halda því statt og stöðugt fram að feministar séu á móti feg- urðarsamkeppnum af þvi að þær vilji ekki að konur séu fallegar... 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.