Vera


Vera - 01.04.2002, Blaðsíða 57

Vera - 01.04.2002, Blaðsíða 57
Birgitta setti upp heimasíðu sína Womb of Creation 1995, á slóðinni this.is/birgitta og hefur síðan eignast fjölmarga netvini út um allan heim. □ Womb of Crratlon - MaillU (Bulld 10;20020130031 Í j 0B eins margar myndir fylgja og ég vil. Netútgáfa gefur miklu meira frelsi heldur en að þurfa að fara eftir því hvernig útgefendum finnst að Ijóð og Ijóðabækur eigi að vera. Þar eru nefni- lega mjög þröngar og einhæfar skil- greiningar á ferðinni. Mig langar t.d. að hefja upp veg smábókarinnar sem er ódýr og góð leið fyrir fólk til að kynn- ast skáldum. í haust ætla ég að gefa út litlar bækur með íslenskum Ijóðum sem ég hef skrifað á löngum tíma og skipta þeim eftir utnfjöllunarefnum, t.d. í ást, dauða, guð, ævintýri, Island, heiminn o.s.frv. Ort og skrifað í þágu friðar Birgitta kynntist aðstandendum Di- alogue among Nations through Poetry, þeim LarryJaffe og Ram Devineni, þeg- ar hún tók að sér að standa fyrir uppá- komu hérlendis í tengslum við viku upplestra sem fóru fram um allan heim í mars á síðasta ári. Þá stóðu þeir fyrir verkefninu Dialogue among eivi- lizations through poetry í samvinnu við Sameinuðu þjóöirnar og vegna þess að í ár er Ar fjalla hjá Sameinuðu þjóðun- um hafa Ijóðskáld út um allan heim verið að lesa Ijóð uppi á fjöllum. Bæði litlum og sætum fjöllum, eins og Esj- unni, og á heimsins hæstu tindum eins og t.d. Mt. Everest. Larry Jaffe stofnaði alþjóðlegu hreyfinguna Poets for peaee sem hefur það markmið að stuðla að friði í heiminum í gegnum Ijóð og Ram Devineni rekur bókaútgáfuna Rattapal- lax Press á netinu. „Þegar ég ákvað að fara út í þessa útgáfu tengda atburðunum 11. sept- ember leitaði ég til Larry og Rarn vegna tengsla þeirra og reynslu af alþjóðleg- um verkefnum. Þeir hrifust báðir af verkefn- inu og hafa aðstoðað mig mikið við að útvega skáld og mun Rattapallax sjá um netútgáfu af bókun- um. Ram aðstoðar mig einnig við uppákomuna í New York í maí." Birgitta segir að eftir atburðina 11. september hafi sér fundist hún standa á krossgötum sem mannvera. Hún fór að biðja fólk fyrirgefningar sem henni þótti ástæða til og hugsunin um það hvað mannkynið þyrfti að upplifa mikinn hrylling til að snúa við blaðinu og hefja heilunarferli var nijög áleitin. „Það var Michael Lohr sem stakk upp á því að ég safnaði efni i bækur og þann 13. september sendi ég bréf út á netið og kynnti hugmyndina. Ég ákvað líka að allur ágóði af sölu bókanna myndi renna til barna í Af- ghanistan í gegnuni UNICEF en þau hafa þurft að líða óskaplega árum sam- an og ekki batnaði það við hefndarað- gerðir Vesturveldanna." Einföld ósk um hamingju Birgitta segist mjög ánægð með við- brögðin við beiðni sinni, hún fékk Ijóð, hugleiðingar og listaverk úr öllum átt- um, m.a. frá nokkrum virtum skáldum í Bandaríkjunum eins og Ritu Dowe og Lawrenee Ferlinghetti en þau eru bæði titluð heiöursskáld þjóðar sinnar, Lawrence ætlar að hafa bókina til sölu í búð sinni City Lights í San Franciseo sem er ein þekktasta bókaverslun í heimi. „Ljóðin eru 130 og álíka mikið af hugleiðingum, Ijóðum, Ijósmyndum og listaverkum í hinni bókinni. Þar eru t.d. tölvulistaverk sem kennari í listaháskóla á Filippseyjum ákvað að fá tvo bekki til að búa til út frá þemanu world healing, einnig frábær hugleiðing frá sufimeist- ara í Indónesíu sem mér finnst í raun tímamótaverk vegna innihalds þessara hugleiðinga. Ég trúi ekki öðru en að orð hans vinni gegn fordómum sem margir hafa í garð islam. í bókinni er einnig merkileg grein eftir bandarískan rabbía, Mikael Lehrner sem heldur úti veftíma- ritinu Tikkun þar sem hann hefur skrif- að mikið um það hvað þarf að gera til að ná friði milli ísraela og Palestínu- manna. Hann hefur fengið mikið af dauðahótunum vegna skoðana sinna frá öfgafullum gyðingum sem styðja Sharon og Zíonisma. Af Ijóðunum má nefna Ijóð frá konu í Pakistan, fullt af friðarvilja og einnig mjög gott Ijóð frá konu á Indlandi sem fjallar um átökin í Kasmír. Einnig er þar að finna Ijóð eft- ir Dalai Lama og 14 ára stúlku frá Rúss- landi. Ljóðin koma frá tæplega fjörutíu löndum frá fólki sem allt á það sameig- inlegt að vilja taka þátt í að gefa heim- inum okkar von á tímum sem eru væg- ast sagt víðsjárverðir. Eitt megin mark- mið bókanna var að brjóta niður veggi fáfræði á milli ólíkra menningarheima og það finnst mér hafa tekist. Út um allan heim á fólk sér þá einföldu ósk að fá að lifa i friði og vera hamingjusamt. Krafan er nú ekki meiri. Ég bað alla um að senda mér æviágrip og það er mjög fróölegt að lesa það, sérstaklega frá þeim sem eru ekki vön að skrifa svo- leiðis, það er svo einlægt. Það er hægt að lesa öll æviágripin á vefnum sem ég setti upp til að kynna verkefnið, þar er einnig hægt aö panta bækurnar, http://this.is/poems/hope. Vefur Dialogue among Nations er http://www.dialoguepoetry.org og Rattapallax er http://www.rattapallax.eom. Netástin dró hana til Ástralíu og þar fæddist yngsti sonurinn Delphin. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.