Vera


Vera - 01.04.2002, Blaðsíða 72

Vera - 01.04.2002, Blaðsíða 72
Hvernig á að vera og hvernig á ekki að vera? Ég er orðin svolítið leið á þeirri ímynd kvenna sem fjölmiðlar, auglýsingar og svokallaður tískuheimur hefur skapað. Samkvæmt henni eru allar konur lýtalausar, þvengmjóar, með stór löguleg brjóst, vel klæddar og með stút á vörunum. Oftar en ekki fjalla blöð og tímarit um útlit og heilsu kvenna, hvernig á að vera og hvernig á ekki að vera, hvers konar brjóst eru „inn" og hvað er hallærislegt hverju sinni. Þeg- ar maður fer í fataverslanir eru stærðirnar oft frekar fyrir unglingsstúlkur sem eru varla byrj- aðar á kynþroskaskeiðinu heldur en venjulegar fullþroskaðar konur. Þá eru ónefndar allar þær vörur sem verið er að selja til að megra sig, líta betur út, lifa lengur og ég veit ekki hvað. í ÁSK.RJFT LÍFRÆNT RÆKTAÐ GRÆNMETI „Valkostur fyrir vandláta" Heilbrigði og hollusta fyrir neytendur sem vilja fá úrvais grænmeti beint frá framleiðanda. Tómatar • Gúrkur • Paprikur Kirsjuberjatómatar • Chile-pipar • Gulrætur Sallad • Kryddjurtir • Tejurtir Kartöflur • Kál • Rófur Upplýsingar og frekari útfærslu gefa: Þórður G. Halldórsson og Karólína Gunnarsdóttir Akur, Laugarási 801 Selfoss sími: 486 8983 e-mail: akurbisk(a)isholf.is Það sem er svo slæmt er að alltof margar konur hafa þessa kvenímynd meðvitað eða ómeðvitað sem sína fyrirmynd og vilja gera margt til þess að líkjast henni, kaupa alls kyns duft og pillur, fara í lýtaaðgerðir og fleira. Eitt af því sem marg- ar konur gera til að reyna að líkjast ímyndinni er að byrja á einhvers konar líkamsrækt. Það er að sjálfsögðu frábært þegar fólk fer að hreyfa sig og leggja rækt við líkama sinn. EN það er hræðilegt þegar konur byrja á röngum forsendum í líkamsrækt. ALLTOF margar konur stunda líkamsrækt ein- ungis með það markmið að grennast...og það STRAX, helst í gær! Þær hamast og hamast, borða oft á tíðum of lítið og gefast svo upp þegar árangurinn lætur á sér standa. Þá upp- lifa þær vonbrigði og sjálfsmyndin býður hnekki. Þessu VERÐUR að breyta. Við erum allar mismunandi í vextinum, sem betur fer. Sumar eru perulaga, aðrar eins og epli, stundaglas, kubbslaga eða þvengmjóar og hvernig sem við erum þá eigum við að njóta þess sem Guð gaf okkur. Allar konur eru æðislegar eins og þær eru en hver og ein þarf að finna sér leið til að rækta sjálfa sig að innan og utan og hætta að eltast við ímyndir umhverfisins. Konur, sem og karlar, eiga ekki að hreyfa sig útlitsins vegna heldur heilsunnar og ánægjunn- ar vegna. Bætt heilsa og betri líðan í kjölfar reglu- legrar hreyfingar og neyslu hollrar fæðu skilar sér svo aftur á móti með bættu og hraustlegra út- liti...ekki öfugt. Hreyfing hluti af daglegu lífi Það sem verður að breytast eru viðhorf okkar og kröfur til sjálfra okkar og við verðum að gera okkur grein fyrir því að það sem við gerum á að vera á okkar eigin forsendum, ekki annarra. Þegar tekin hefur verið ákvörðun á réttum for- sendum um að gera hreyfingu hluta af lífsstíl sínum er gald- urinn að koma skipulagi á hlutina, gera hreyfinguna hluta af daglegu lífi. Það er allt hægt með góðu skipulagi og vilja og það er ekki endalaust hægt að segjast ætla að byrja á morg- un! Ef maður hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag hefur mað- ur ekki heilsu fyrir tímann á morgun! Þá er bara að taka ákvörðun um að taka upp nýjan lífsstíl, hreyfa sig heilsunn- ar vegna en ekki útlitsins vegna og koma sér upp úr sófan- um. Þið getið verið vissar um að með því að hreyfa ykkur reglulega og borða skynsamlega þá bætið þið heilsuna, verð- ið orkumeiri og lífsglaðari. EN þið komið ekki til með að líta út eins og Cindy Crawford...og hvað með það? 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.