Vera


Vera - 01.04.2002, Blaðsíða 32

Vera - 01.04.2002, Blaðsíða 32
Málþing um launamun kynjanna ~ Margir telja hættu á því aö konur veröi fyrstar til aö finna fyrir verra ‘.g ástandi á vinnumarkaði enda hefur sagan sýnt aö svo vill oft verða. c Staöa kvenna á vinnumarkaði er veikari en karla, þ.e. hærra hlutfall kvenna eru atvinnulausar og í síðustu launakönnun VR mældist ^ heildarlaunamunur kynjanna 24,5%. í febrúar sl. var haldið málþing < um launamun kynjanna sem var samstarfsverkefni félagmálaráöu- £ neytis, Vinnumálastofnunar, Jafnréttisráðs og Jafnréttisstofu. Á < málþinginu kom fram sú skoöun aö svona þurfi þetta ekki aö vera. Launamunur kynjanna er smátt og smátt aö minnka en meö mark- vissum aðgeröum og lifandi umræöu var taliö aö hægt væri að flýta þróuninni og koma í veg fyrir að skellurinn lendi á konum þegar harönar í ári. Þar skiptir viðhorfsbreyting miklu máli. Konur þurfa aö efla sjálfstraustiö, karlar þurfa aö halda áfram aö axla meiri fjöl- skylduábyrgö og atvinnurekendur þurfa að segja skilið viö þá hefö aö mismuna eftir kynjum og gæta þess að framfylgja lögum og regl- um. Vera ræddi við tvo fyrirlesara af málþinginu. Af atvinnuástandi í „kólnandi hagkerfi" Ekkert er jafn ömurlegt og aö vera atvinnulaus. Það finnst mér aö minnsta kosti núna eftir að hafa þegið atvinnu- leysisbætur í tvo mánuði og fengið ótal höfnunarbréf þar sem tíundað er aö tugir ef ekki hundruð manna hafi sótt um starfið. Eftir sex ára háskólanám blasir við að ég geti fengiö starf við sumarafleysingar í sjoppu eða við ræst- ingar. Helsti gallinn er sá að þjónustulund er skilyrði. Því fannst mér betri kostur að setjast niður og skrifa um málið. Það er jú aldrei að vita nema atvinnurekendur í leit að vinnukrafti reki augun í þessa grein... Samkvæmt útreikningum Vinnumálastofnunar á skráðum atvinnu- leysisdögum var atvinnuleysi 2,7% i mars sl. Hafði þá atvinnulausum fjölgað í heild um 83,4°/o frá marsmánuði 2001. Atvinnuleysi meðal kvenna mældist 3°/o en karla 2,4°/o. Atvinnuleysi kvenna eykst um 4,1% og atvinnuleysi karla um 3,6%. í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar eru ekki mældir skráðir atvinnuleysisdagar heldur eru þátttakendur spurðir hvort þeir séu án vinnu, hafi leitað að vinnu undanfarnar fjórar vikur og séu tilbúnir til að taka vinnu strax sé hún í boði. Niðurstaðan fyrir april 2002 var sú að atvinnuleysi væri komið upp I 3,2% en I samskonar rannsókn í apríl 2001 var atvinnuleysið 2,1%. Atvinnuástand hefur ekki verið svo slæmt síðan á vormánuðum 1998. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun fór atvinnuleysi hæst upp í 5,0% að ársmeðaltali áriö 1995 en svo lækkaði það stööugt til ársins 2000 og var innan við 2% frá miðju ári 1999 allt fram til siðustu áramóta. Nýjustu tölur koma fólki í atvinnuleit ekki á óvart, framboð á lausum störfum hefur verið með minnsta móti en fjöidi umsækjenda um hvert starf aukist verulega. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar fjölgaði lausum störfum úr 167 I febrúar I 225 í mars en enn er þó verulegur munur á ástandinu nú og t.d. í ágúst í fyrra þegar 736 störf voru laus í lok mánaðarins. Karl Sigurðsson, forstöðumaður vinnumála- sviðs Vinnumálastofnunar, segir að ástæða þessa aukna atvinnuleysis nú sé helst rakin til svo- kallaðrar „kólnunar hagkerfisins" eða almenns samdráttar I efnahagslífinu. „Atvinnuleysi I ein- hverjum mæli er fyllilega eðlilegt t.d. er fólk oft atvinnulaust um skamman tíma meðan það skipt- ir um vinnu. Sú mikla þensla sem verið hefur síðustu ár hefur leitt til þess að atvinnuleysi var orðið mjög lítið á árunum 2000 og 2001. Þegar atvinnuleysi er þetta litið þrýstir eftirspurn eftir vinnuafli á hækkun launa og getur þannig aukið þenslu og verðbólgu. En það er svo margt sem hefur áhrif á aukningu atvinnuleysis nú, minni neysla og innflutningur, stór verkefni hafa verið aö klárast I byggingariönaði, atvinnurekendur halda að sér höndum í bili, ferðaþjónustan hefur dregist saman og fleira mætti nefna." Karl segir að atvinnuleysi minnki alltaf á sumrin og það sé nær öruggt að það gerist einnig nú. „En það er erfiðara að spá þvi hvað gerist næsta haust. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.