Vera - 01.04.2002, Blaðsíða 48
Queen Latifah
eöa Dana Owens er 33 ára rappsöng-
kona og leikkona í sjónvarpsþættin-
um „Living Single". Var í kvenna-
rapphljómsveitinni Ladies Fresh sem gaf út lagið „Wrath of
My Madness" áriö 1988. Ári seinna kom út platan All Flail
The Queen (1989) og innihélt hún meðal annars: soul, dub
reggae, hip-hop og danstónlist sem varð til þess að platan
náði til gífurlega fjölbreytts hóps hlustenda. Platan seldist
vel og fjalla margir textarnir um stjórnmál og feminisma.
Hún hefur gefið út þrjár plötur í viðbót: Nature Of A Sista'
(1991), Black Fteign (1993), Order In The Court (1998). Blaek
Reign var gefin út í minningu bróður hennar og fékk hún
Grammy verðlaun árið 1995 fyrir lagið U.N.I.T.Y. Árið 1997
hlaut hún svo Soul Train verölaunin „Lady of Soul". Queen
Latifah sýndi fram á að konur geta verið gáfaðar og fallegar
og gagnrýndi karlkyns rappara fyrir að sýna fallegt kvenfólk
einungis til skrauts eða sem einhvers konar kynlífs leikföng
í myndböndum sínum.
Er ein af fyrstu frum-
kvöðlum kvenrappara.
Hún byrjaði sem plötu-
snúður á miðjum ní-
unda áratugnum (mid-
'80s) áður en hún fór
sjálf að rappa. I byrjun
10. áratugarins (’90s)
gaf hún út lög á borð
við „Funk Vibe" og með
því náði hún athygli
Guru sem ásamt DJ
Premier studdu hana til
að gefa út lagið „Total
Wreek" 1994. Það lag
vann strax hylli gagn-
rýnenda, sérstaklega
vegna þess að það inni-
heldur flotta blöndu
djass áhrifa og neðan-
jarðar tónlistar. Fyrsta plata hennar Kollage (1996) inniheld-
ur vinsæl lög eins og „Uknowhowwedo" og „I confess". Hef-
ur gefið út plötuna BB Queen. Bahamadia stjórnar nú eigin
útvarpsþætti í Philadelphiu sem kallast B-Sides (B-hliðar).
Bahamadia
C=»|-í||| IfinPC er ára söngkona, leikkona, leik-
OQI Ull JUIICo rjtaSkáld og feministi. Hún er ekki
venjulegur rappari heldur það sem
kallað er „Slam Poet" sem er nokkurs konar blanda af rappi
og Ijóðlist. Hún endurgerði lag Gil Scot-Heron (fyrirrennari
rappsins, flutti Ijóð undir jazz tónlist) „Your Revolution" með
DJ Vadim þar sem hún talar um hip hop sem byltingu. Bylt-
ingu sem tekur ekki konur með, enda séu karlrembu athuga-
semdir í næstum því ööru hverju orði flestra rappara. Var á
forsíðu októberheftis MS fyrir leikritiö „Women Can't Wait"
sem hún samdi og leikur sjálf í. Leikritið fjallar um átta kon-
ur sem allar eru undirokaðar með kúgandi lögum í heima-
löndum sínum og hefur það hlotið mikið lof gagnrýnenda.
www.sarahjones.ee
Rah Digga
Er frá New Jersey og rappaði
fyrst með hljómsveitinni
Twice the Flavor en byrjaði
fljótlega í hljómsveitinni Da
Outsidaz, með Eminim og fé-
lögum. Varð fræg fyrir að
rappa með Bahamadia komin
átta mánuði á leið, en það er
meöal annars ástæðan fyrir
því að Q-Tip frá hljómsveit-
inni Tribe Called Quest tók
eftir henni. Hann fór með
hana upp í plötufyrirtækið Elektra og
lét Busta Rhymes hlusta á hana. Busta
Rhymes leist strax mjög vel á hana og
bauð henni að vera með í hljómsveit
sinni The Flip Mode Squad. Rah leiðir
nýja kynslóð af kvenkyns röppurum
sem geta komið með hráar rímur án
þess að þurfa að nota kynþokkann eða
útlitið til að komast áfram. Hún gaf út
fyrstu plötu sína árið 1999, Dirty
Flarrieter\ platan er nefnd í höfuðið á
Harriet Tubman. Rah hefur viljandi
bara eitt lag með Busta Rhymes á plöt-
unni til að undirstrika að þetta sé plat-
an hennar og til þess að hún verði
metin að verðleikum en komist ekki
áfram á nafninu hans.
Foxy Brown ™
Áður en hún byrjaði aö gera sína eigin
tónlist kom hún fram í nokkrum vin-
sælum R &. B rapp lögum eins og
„You're Makin' Me High" meö Toni
Braxton og „I Shot Ya" með L.L. Cool J.
Tvær fyrstu plöturnar hennar, III nana
og Chyna doll, seldust i yfir 4 milljón-
um eintaka. III Na Na náði 7. sæti á
vinsældalista fyrstu vikuna sem hún
kom út og Chyna Doll,
sem kom út 1998 náði
fyrsta sæti á vinsælda-
lista. Nýjasta platan
hennar Broken Silence
(2001) er ólík hinum
fyrir þær sakir að hún
inniheldur mun minna
af frægu tónlistarfólki.
Foxy Brown hefur verið
gagnrýnd fyrir að gera
mikið út á kynlíf í text-
um sínum, klæðaburði
og myndböndum.
www.foxybrown.net
48